„Frakkland“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
Lína 51: Lína 51:
Meginland Frakklands einkennist af mjög fjölbreyttu landslagi, allt frá flatlendinu með norður- og vesturströndinni að fjallakeðjunum í suðaustri ([[Alparnir|Ölpunum]]) og suðvestri ([[Pýreneafjöll]]um). Í frönsku ölpunum er hæsti fjallstindur í vestanverðri Evrópu, [[Mont Blanc]], sem er talinn 4810 m. Í landinu er víða fjalllendi sem er eldra að uppruna, til að mynda [[Franska miðfjalllendið|miðfjalllendið]] (''Massif central''), [[Júrafjöll]], [[Vogesafjöll]] og loks [[Ardennafjöll]] sem eru bæði klettótt og vaxin þéttum skógi. Frakkar njóta þess einnig að eiga mikið kerfi vatnsfalla en helstu fljótin eru [[Leira (fljót)|Leira]], [[Rón]] (kemur upp í Sviss)), [[Garonne]] (kemur upp á [[Spáni]]), [[Signa]] og nokkur hluti árinnar [[Rín (fljót)|Rín]], en einnig [[Somme]] og [[Vilaine]]. [[Meuse]] er eina stórfljótið í Frakklandi sem hefur ekki verið aðlagað skipaumferð.
Meginland Frakklands einkennist af mjög fjölbreyttu landslagi, allt frá flatlendinu með norður- og vesturströndinni að fjallakeðjunum í suðaustri ([[Alparnir|Ölpunum]]) og suðvestri ([[Pýreneafjöll]]um). Í frönsku ölpunum er hæsti fjallstindur í vestanverðri Evrópu, [[Mont Blanc]], sem er talinn 4810 m. Í landinu er víða fjalllendi sem er eldra að uppruna, til að mynda [[Franska miðfjalllendið|miðfjalllendið]] (''Massif central''), [[Júrafjöll]], [[Vogesafjöll]] og loks [[Ardennafjöll]] sem eru bæði klettótt og vaxin þéttum skógi. Frakkar njóta þess einnig að eiga mikið kerfi vatnsfalla en helstu fljótin eru [[Leira (fljót)|Leira]], [[Rón]] (kemur upp í Sviss)), [[Garonne]] (kemur upp á [[Spáni]]), [[Signa]] og nokkur hluti árinnar [[Rín (fljót)|Rín]], en einnig [[Somme]] og [[Vilaine]]. [[Meuse]] er eina stórfljótið í Frakklandi sem hefur ekki verið aðlagað skipaumferð.


Vegna mikils fjölda franskra yfirráðasvæða um allan heim sem snúa að [[haf]]i ræður Frakkland yfir annarri stærstu [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] heims á eftir Bandaríkjunum, samtals mælist hún 11.035.000 km².
Vegna mikils fjölda franskra yfirráðasvæða um allan heim sem snúa að [[haf]]i ræður Frakkland yfir annarri stærstu [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] heims á eftir Bandaríkjunum, samtals mælist hún 11.035.000 km². trúarbrögð frkklands eru hindúatrú


== Saga ==
== Saga ==

Útgáfa síðunnar 5. október 2007 kl. 12:28

République française
Lýðveldið Frakkland
Fáni Frakklands Skjaldarmerki Frakklands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Liberté, Égalité, Fraternité
(franska: Frelsi, jafnrétti og bræðralag)
Þjóðsöngur:
La Marseillaise
Staðsetning Frakklands
Höfuðborg París
Opinbert tungumál Franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Nicolas Sarkozy
François Fillon
Stofnun
 • Verdun-samningurinn 843 
 • Núgildandi stjórnarskrá 1958 
Evrópusambandsaðild 25. mars 1957
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
47. sæti
674.843 km²
0,26
Mannfjöldi
 • Samtals (2007)
 • Þéttleiki byggðar
20. sæti
64.102.140
113/km²
VLF (KMJ) áætl. 2005
 • Samtals 1.830.000 millj. dala (7. sæti)
 • Á mann 29.316 dalir (20. sæti)
VÞL 0,942 (16. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .fr
Landsnúmer +33

Lýðveldið Frakkland eða Frakkland (franska République française eða France) er land í Vestur-Evrópu sem nær frá Miðjarðarhafi í suðri að Ermarsundi í norðri og frá Rín í austri að Atlantshafi í vestri. Vegna lögunar landsins gengur það oft undir heitinu „sexhyrningurinn“ (fr. Hexagone) hjá Frökkum sjálfum. Í Evrópu á Frakkland landamæri að Belgíu, Lúxemborg, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Mónakó, Spáni og Andorra, en handanhafssýslur þess í öðrum heimsálfum eiga landamæri að Brasilíu, Súrínam og Hollensku Antillaeyjum. Landið tengist Bretlandseyjum gegnum Ermarsundsgöngin.

Frakkland er meðlimur í Evrópusambandinu og NATO og á fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Landlýsing

Meginland Frakklands (fr. France métropolitaine) liggur í Vestur-Evrópu, en ríkinu tilheyra einnig landsvæði í Norður-Ameríku, á Antillaeyjum, í Suður-Ameríku, í Indlandshafi, í Kyrrahafi bæði norðan og sunnan miðbaugs og á Suðurskautslandinu. Landamæri Frakklands í Evrópu eru 2970 km að lengd og snúa að eftirtöldum átta ríkjum: Spáni (650 km), Belgíu (620 km), Sviss (572 km), Ítalíu (515 km), Þýskalandi (450 km), Lúxemborg (73 km), Andorra (57 km) og Mónakó (4,5 km). Í Suður-Ameríku á Franska Gíana landamæri að Brasilíu (580 km) og Súrínam (520 km). Saint-Martin-ey í Antillaeyjaklasanum skiptist milli Frakklands og Hollands. Loks gera Frakkar tilkall til svonefndrar Terre Adélie á Suðurskautslandinu en það svæði er landlukt og umkringt af landsvæði sem Ástralar gera tilkall til. Stjórnsýsla á þessum yfirráðasvæðum Frakklands er með ýmsum hætti og ganga þau eftir því undir fjölbreytilegum nöfnum, allt frá „handanhafssýslu“ til „handanhafssvæðis“.

Meginland Frakklands einkennist af mjög fjölbreyttu landslagi, allt frá flatlendinu með norður- og vesturströndinni að fjallakeðjunum í suðaustri (Ölpunum) og suðvestri (Pýreneafjöllum). Í frönsku ölpunum er hæsti fjallstindur í vestanverðri Evrópu, Mont Blanc, sem er talinn 4810 m. Í landinu er víða fjalllendi sem er eldra að uppruna, til að mynda miðfjalllendið (Massif central), Júrafjöll, Vogesafjöll og loks Ardennafjöll sem eru bæði klettótt og vaxin þéttum skógi. Frakkar njóta þess einnig að eiga mikið kerfi vatnsfalla en helstu fljótin eru Leira, Rón (kemur upp í Sviss)), Garonne (kemur upp á Spáni), Signa og nokkur hluti árinnar Rín, en einnig Somme og Vilaine. Meuse er eina stórfljótið í Frakklandi sem hefur ekki verið aðlagað skipaumferð.

Vegna mikils fjölda franskra yfirráðasvæða um allan heim sem snúa að hafi ræður Frakkland yfir annarri stærstu efnahagslögsögu heims á eftir Bandaríkjunum, samtals mælist hún 11.035.000 km². trúarbrögð frkklands eru hindúatrú

Saga

Frakkland nútímans tekur yfir svipað svæði og hið forna hérað Gallía þar sem Gallar bjuggu en þeir voru keltnesk þjóð. Á fyrstu öld fyrir Krist var Gallía innlimuð í Rómaveldi og tóku íbúarnir upp latneska tungu og menningu. Kristni skaut rótum í landinu á annarri og þriðju öld eftir Krist. Á fjórðu öld tóku germanskir ættflokkar að streyma yfir Rín sem markaði austurlandamæri Gallíu. Í þeim hópi voru Frankar mest áberandi en af þeim er nafn Frakklands dregið.

Samfelld tilvist Frakklands sem sérstaks ríkis er talin hefjast á 9. öld þegar Frankaveldi Karlamagnúsar skiptist í vestur- og austurhluta. Austurhlutinn náði þá yfir það svæði sem nú er Þýskaland og er þessi skipting oft einnig talin marka upphaf Þýskalands.

Frakkland var konungsríki allt til ársins 1792 þegar lýðveldi var komið á í kjölfar frönsku byltingarinnar.

Napóleon Bónaparte náði svo undirtökum í lýðveldinu og lýsti sjálfan sig keisara 1799. Napóleon lagði undir sig stóran hluta Evrópu með landvinningum og með því að koma skyldmennum til áhrifa í mörgum konungsríkjum þess tíma. Napóleon var settur af árið 1815 og lýðveldi var endureist. Það var svo afnumið með öðru keisaraveldinu og því komið á aftur með þriðja lýðveldinu 1870. Í síðari heimsstyrjöldinni hernámu Þjóðverjar norðanvert Frakkland, en svonefnd Vichystjórn stýrði suðurhlutanum. Að stríðinu loknu var stofnsett svokallað fjórða lýðveldi sem varð loks fimmta lýðveldið með stjórnskipunarbreytingum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1958.

Frakkland var meðal sigurvegara í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni en hafði enga burði eftir stríðin til að viðhalda stórveldisstöðu sinni í heiminum.

Eftir stríðið hafa tekist sættir með Frökkum og Þjóðverjum og hefur samvinna þessara þjóða verið kjarninn í stofnunum eins og Evrópusambandinu en Frakkar hafa verið hvað harðastir stuðningsmenn þess að auka Evrópusamstarfið á sviði stjórnmála, varnar- og öryggismála.

Stjórnsýslustig

Héruðin 22 og sýslurnar 96 á meginlandi Frakklands.

Stjórnsýslustig í Frakklandi eru mörg. Landið skiptist í 26 héruð (fr. régions) og liggja 22 þeirra á meginlandi Frakklands (eitt þeirra er eyin Korsíka en hin 21 liggja á meginlandi Evrópu) en fjögur eru svonefnd „handanhafshéruð“ (fr. régions d'outre-mer). Héruðin skiptast síðan í 100 sýslur. Þær eru tölusettar (í stórum dráttum eftir stafrófsröð) og ráðast póstnúmer, skráningarnúmer ökutækja og fleira af því.

Sýslunum er skipt í 342 svonefnd arrondissements en þau hafa enga kjörna fulltrúa og þjóna einvörðungu tæknilegu hlutverki í skipulagi ríkisstofnana. Arrondissements skiptast í 4.035 kantónur (fr. cantons) sem eru fyrst og fremst kosningakjördæmi. Loks skiptast arrondissements einnig í 36.682 sveitarfélög (fr. communes) með kjörinni stjórn.

Héruð, sýslur og sveitarfélög kallast einu nafni „umdæmi“ (fr. collectivités territoriales), en það merkir að þau hafa á að skipa bæði kjörnum fulltrúum og framkvæmdavaldi ólíkt því sem gildir um arrondissements og kantónur. Til ársins 1940 voru arrondissements einnig umdæmi með kjörinni stjórn, en kosningar til þeirra lögðust af á tímum Vichy-stjórnarinnar og voru svo aflagðar samkvæmt stjórnarskrá fjórða lýðveldisins árið 1946. Upphaflega voru kantónurnar einnig umdæmi með kjörnum fulltrúum.

Fjórar sýslnanna eru svonefndar „handanhafssýslur“ (fr. départements d'outre-mer) er falla saman við handanhafshéruðin fjögur. Þau eru fullgildur hluti Frakklands (og þar með Evrópusambandsins) og njóta þannig í flestum atriðum sömu stöðu og meginlandssýslur Frakklands.

Auk héraðanna 26 og sýslnanna 100 tilheyra Frakklandi fjögur „handanhafsumdæmi“ (fr. collectivités d'outre-mer), eitt umdæmi sem sérstakar reglur gilda um (Nýja-Kaledónía) og eitt „handanhafssvæði“ (fr. territoire d'outre-mer). Handanhafsumdæmi og handanhafssvæði tilheyra Frakklandi sem ríki en ekki Evrópusambandinu og tollabandalagi þess. Á frönskum yfirráðasvæðum í Kyrrahafi er þannig enn í gildi svonefndur Kyrrahafsfranki, en verðgildi hans er tengt gengi evru. Í handanhafssýslunum (-héruðunum) fjórum var áður notaður franskur franki og nú evra.

Auk þessa ráða Frakkar enn allmörgum eyjum í Indlandshafi þar sem byggð er ekki samfelld.

Mannfjöldi

Íbúafjöldi í Frakklandi er um 63 milljónir (2006). Manntal fór fram með reglulegu millibili frá árinu 1801, en frá árinu 2004 hefur mannfjöldaskráin verið haldin óslitið.

Fjölgun íbúa í Frakklandi er einhver sú mesta í Evrópu og stafar það bæði af tiltölulega hárri fæðingatölu og miklum fjölda innflytjenda. Engu að síður fjölgar öldruðum í Frakklandi hlutfallslega mjög ört vegna hækkandi meðalaldurs og sökum þess að fjölmennar kynslóðir eftirstríðsáranna eru nú farnar að bætast í þann hóp.

Borgarsvæði í Frakklandi með 100 000 íbúum eða fleiri
Mannfjöldaþróun milli áranna 1961 og 2003 (tölurnar eru fengnar frá FAO, 2005). Tölurnar gefa til kynna þúsundir íbúa.

Trúarbrögð

Eins og í ýmsum öðrum Evrópuríkjum telst ekki við hæfi í Frakklandi að ríkið grennslist fyrir um trúarlíf þegnanna. Ýmsar sjálfstæðar stofnanir stunda þó slíkar rannsóknir. Meðal annars fer fram á þriggja ára fresti könnun á vegum stofnunarinnar CSA. Samkvæmt könnun frá árinu 2004, sem náði til úrtaks 18 068 Frakka, segjast 64,3 % kaþólskrar trúar en 27 % segjast vera guðleysingjar. Hlutfall katólskra hafði þá fallið úr 69 % á þremur árum. Þannig teljast um 30 milljónir fullorðinna Frakka katólskrar trúar, en 4 milljónir alls tilheyra öðrum trúarbrögðum, fyrst og fremst íslam og mótmælendakirkjum. Flestir hinna kaþólsku segjast ekki leggja rækt við trúna.

Samkvæmt könnun á vegum stofnunarinnar IFOP, sem fram fór í apríl árið 2004, segjast 44 % Frakka ekki trúaðir. Árið 1947 var sá hópur ekki nema 20 % þjóðarinnar.

Heimildir