1960
Útlit
(Endurbeint frá Apríl 1960)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1960 (MCMLX í rómverskum tölum)
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- Vor - Þorskastríðin:
- Alþingi samþykkti að stækka fiskveiðlögsöguna í 22 kílómetra.
- Hermann Jónasson leitaði til bandarískra flotayfirvalda til að aðstoða við landhelgisgæslu en var hafnað. Bjarni Benediktsson, hótaði að bandarísku herstöðinni yrði lokað og herinn rekinn úr landi.
- 19. júní- Fyrsta Keflavíkurgangan var farin til að mótmæla bandarískri herstöð.
- 23. júní - Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn stofnað í Meitilsbyggingunni í Þorlákshöfn.
- 30. ágúst - Fæðingarheimili Reykjavíkur hóf starfsemi.
- 19. september - Samtök hernámsandstæðinga voru stofnuð.
- 30. nóvember - Ungmennafélagið Stjarnan var stofnað.
- Bikarkeppni karla í knattspyrnu fór fyrst fram.
- Samtök herskálabúa voru lögð niður.
- Býlið Bakkasel á Öxnadalsheiði fór í eyði.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 13. apríl - Illugi Jökulsson, blaðamaður, rithöfundur og útvarpsmaður.
- 28. apríl- Jón Páll Sigmarsson, íslenskur kraftlyftingamaður (d. 1993).
- 30. júlí - Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 9. janúar - Hafið var að byggja Asvanstífluna í Egyptalandi.
- 22. janúar - Maríanadjúpállinn: Menn komust fyrst niður tæpa 11 kílómetra niður í djúpsjávarsprunguna.
- 24. janúar - Uppreisn hófst gegn nýlenduveldi Frakklands í Alsír.
- 18. febrúar - 28. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1960 voru haldnir í Kaliforníu.
- 29. febrúar - Jarðskjálfti varð í Agadir, Marokkó. 12.000 létust.
- 6. mars - Bandaríkin ákváðu að senda 3.500 hermenn til Víetnam.
- 29. mars - Frakkland vann Eurovision.
- 1. maí - Kalda stríðið: Njósnavélardeilan: Bandarísk njósnavél var skotin niður af Sovétmönnum.
- 3. maí - Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) voru stofnuð.
- 11. maí - Ísraelska leyniþjónustan Mossad rændi þýska stríðsglæpamanninum Adolf Eichmann frá Argentínu og fluttu til Ísraels þar sem hann var síðar dæmdur og tekinn af lífi.
- 13. maí - Dhaulagiri, 7. hæsta fjall heims var klifið af Svisslendingum og Austurríkismönnum.
- 22. maí - Jarðskjálfti varð í Valdivia, Chile. Hann var 9,5 að stærð, sá stærsti sem mælst hefur. Þúsundir létust af völdum hans og flóðbylgju.
- 27. maí - Valdarán hersins varð í Tyrklandi án blóðsúthellinga.
- 5. júní - Morðin við Bodomsvatn: Fjöldamorð voru framin í Finnlandi.
- 16. júní - Kvikmyndin Psycho kom út.
- 30. júní - Austur-Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu.
- 1. júlí - Sómalía fékk sjálfstæði.
- 6. júlí - 10. júlí - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1960 var haldin.
- 20. júlí - Sirimavo Bandaranaike varð fyrsti kosni kvenleiðtogi heims þegar hún varð forsætisráðherra Ceylon.
- 25. ágúst - Sumarólympíuleikarnir 1960 voru haldnir.
- 1. október - Nígería fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 8. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum: John F. Kennedy var kjörinn 35. forseti Bandaríkjanna. Hann var sá yngsti sem tók við embættinu, 43 ára gamall.
- 13. desember - Tilraun til valdaráns var í Eþíópíu.
- Ríki Afríku: Kamerún, Madagaskar, Tógó, Máritanía, Benín, Níger, Burkina Faso, Tsjad, Vestur-Kongó og Gabon fengu sjálfstæði frá Frakklandi.
- SWAPO-flokkurinn var stofnaður í Namibíu.
- Evrópukeppni bikarhafa fór fyrst fram í knattspyrnu.
- Domino's Pizza var stofnað.
- Brasilíuborg var fullbyggð.
- Hljómsveitin Bítlarnir voru stofnaðir.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 4. janúar - Michael Stipe, bandarískur söngvari sveitarinnar R.E.M..
- 15. apríl - Filippus Belgíukonungur.
- 26. apríl - Roger Andrew Taylor, breskur trommari (Duran Duran).
- 28. apríl- Jón Páll Sigmarsson, íslenskur kraftlyftingamaður (d. 1993).
- 28. apríl - Ian Rankin, skoskur rithöfundur.
- 10. maí - Bono, írskur tónlistarmaður (U2).
- 30. júlí - Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður.
- 7. ágúst - David Duchovny, bandarískur leikari.
- 10. ágúst - Antonio Banderas, leikari.
- 17. ágúst - Sean Penn, bandarískur leikari.
- 25. ágúst - Jonas Gahr Støre, norskur stjórnmálamaður.
- 9. september - Hugh Grant, breskur leikari.
- 10. september - Colin Firth, breskur leikari.
- 30. október - Diego Maradona, argentínskur knattspyrnumaður (d. 2020).
- 5. nóvember - Tilda Swinton, bresk leikkona.
- 3. desember - Julianne Moore, bandarísk leikkona.
- 10. desember - Kenneth Branagh, leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 4. janúar - Albert Camus, franskur rithöfundur (f. 1913).
- 14. janúar - Ralph Chubb, breskt skáld og listamaður (f. 1892).
- 3. febrúar - Fred Buscaglione, ítalskur tónlistarmaður (f. 1921).
- 15. september - Héctor Castro, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1904).
- 16. nóvember - Clark Gable, bandarískur leikari (f. 1901).