Evrópukeppnin í knattspyrnu 1960
Evrópukeppnin í knattspyrnu 1960, oft nefnd EM 1960, var í fyrsta skipti sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu var haldin. Keppnin hefur síðan þá verið haldin fjórða hvert ár á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Lokamótið fór fram í Frakklandi dagana 6. til 10. júlí 1960. Landslið Sovétríkjanna unnu titilinn með sigri á Júgóslavíu í úrslitaleik. Sautján lið tóku þátt í undankeppninni.
Undankeppni[breyta | breyta frumkóða]
Undankeppnin fór fram á árunum 1958 og 1959. Einungis sautján lið skráðu sig til leiks og léku þau einfalda útsláttarkeppni, heima og að heiman. Margar kunnar knattspyrnuþjóðir létu ekki sjá sig. Þannig mætti ekkert lið frá Stóra-Bretlandi. Ítalir, Vestur-Þjóðverjar og silfurlið Svía frá HM 1958 tóku heldur ekki þátt.
Fátt kom á óvart í undankeppninni. Spánn og Sovétríkin áttu að mætast í fjórðungsúrslitum en Spánverjar neituðu af pólitískum ástæðum að ferðast til Moskvu og gáfu því einvígið.
Úrslitakeppnin[breyta | breyta frumkóða]
Undanúrslit | Úrslit | ||||||
6. júlí | |||||||
![]() |
3 | ||||||
![]() |
0 | ||||||
10. júlí | |||||||
![]() |
2 | ||||||
![]() |
1 | ||||||
Þriðja sæti | |||||||
6. júlí | 9. júlí | ||||||
![]() |
4 | ![]() |
2 | ||||
![]() |
5 | ![]() |
0 |
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „1960 European Nations' Cup“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2012.