Fred Buscaglione

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fred Buscaglione árið 1959.

Fred Buscaglione (23. nóvember 19213. febrúar 1960) var ítalskur tónlistarmaður og leikari á 6. áratugnum. Hann fæddist í Tórínó og hét upphaflega Ferdinando Buscaglione. Persónan sem hann túlkaði í lögum sínum var eins konar smáglæpamaður, kvennabósi og drykkjurútur, með vísunum í rómantíska ímynd bandarísk-ítölsku mafíunnar í Chicago og New York á bannárunum s.s. Al Capone.

Buscaglione hóf feril sinn í útvarpshljómsveit útvarps bandamanna þar sem hann var í fangabúðum á Sardiníu í Síðari heimsstyrjöld.

Hann náði miklum vinsældum á Ítalíu undir lok 6. áratugarins með lögum eins og „Che bambola“, „Eri piccola cosi“ og „Whisky facile“ þar sem textarnir voru eftir félaga hans, Leo Chiosso.

Buscaglione lést í bílslysi í Róm þegar Ford Thunderbird-bifreið sem hann ók lenti í árekstri við vörubíl árla morguns.