Clark Gable
Útlit

William Clark Gable (1. febrúar, 1901 – 16. nóvember, 1960) var bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Rhett Butler í kvikmyndinni Á hverfanda hveli (Gone With the Wind) frá 1939. Hann vann Óskarsverðlaun einu sinni, fyrir hlutverk sitt í rómantísku gamanmyndinni Það gerðist um nótt (It Happened One Night) frá 1934. Meðal annarra þekktra mynda hans má nefna Uppreisnin á Bounty (The Mutiny on the Bounty - 1935) og Það hófst í Napólí (It Started in Naples - 1960). Síðasta kvikmyndin sem hann lék í var Gallagripir (The Misfits - 1961) en það var líka síðasta kvikmynd Marilyn Monroe. Hann lést úr kransæðastíflu aðeins 59 ára að aldri.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Clark Gable.
