Fara í innihald

Bakkasel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bakkasel er eyðibýli innst í Öxnadal sem fór í eyði 1960. Var þar um skeið rekið gistiheimili, veitingastaður og eldsneytissala. Bakkasel var byggt úr steinsteypu í kringum 1933. Bakkasel er innsti bær í Öxnadal. Hjá Bakkaseli liggur þjóðvegur 1 upp á Öxnadalsheiði um bratta brekku sem nefnist Bakkaselsbrekka. Fjallið fyrir ofan bæinn heitir Heiðarfjall og er 1178 m hátt.

Bakkasel var upphaflega sel frá Bakka í Öxnadal. Nálægt Bakkaseli er steinn sem heitir Lurkasteinn en þar börðust Sörli sterki og Þórður Hreða og féll Sörli. Sagt er að ferðamenn sem eigi leið í fyrsta skipti hjá steininum eigi að varpa steini að honum um leið og þeir færu með fyrirbænir áður en lagt væri af stað á Öxnadalsheiði. Fyrst var búið í Bakkaseli árið 1850 og var það í byggð í 110 ár eða til 1960. Tryggvi Emilsson bjó líka nokkur ár í Bakkaseli.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.