Fara í innihald

Eþíópíska valdaránstilraunin 1960

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árið 1960 var tilraun til valdaráns í Eþíópíska keisaradæminu 13. desember.

Fjórir samsærismenn stóðu að baki Byltingarráðinu, en bræðurnir Germame Neway og hershöfðinginn Mengistu Neway, yfirmaður keisaravarðliðsins, leiddu tilraunina og reyndu að hrinda keisaranum Haile Selassie af stóli. Leiðtogar valdaránsins tilkynntu um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir stjórn elsta sonar Haile Selassie, krónprinsins Asfaw Wossen, sem myndi taka á fjölmörgum efnahagslegum og félagslegum vandamálum, en á þessum tímapunkti var keisarinn staddur erlendis. Byltingarráðið náði tökum á höfuðborg keisaradæmisins, Addis Abeba, og tók nokkra ráðherra og aðra mikilvæga aðila í gíslingu. Þrátt fyrir að allt gengi smurt í fyrstu snerist meirihluti íbúa og hersins gegn valdaráninu og þann 17. desember höfðu fylkingar hliðhollar Haile Selassie náð aftur stjórn á Addis Ababa. Að minnsta kosti 300 manns voru drepnir vegna valdaránstilraunarinnar.

Valdaránstilraunin er talin alvarlegasta ógnin við stjórn Haile Selassie frá því hann tók við völdum 1941 þar til hann missti þau 1974 eþíópísku byltingunni. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. For example, see Bahru Zewde, A History of Modern Ethiopia, second edition (Oxford: James Currey, 2001), p. 211, where Bahru states "The nearest the emperor came to losing his throne was in 1960."