Dynkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dynkur er foss í Þjórsá suðaustan undir Kóngsási á Flóamannaafrétti. Hann er um 38 m hár. Þjórsá fellur þar fram af mörgum stöllum í smáfossum sem til samans mynda eitt fossakerfi. Holtamenn kalla hann Búðarhálsfoss en Gnúpverjar kalla hann Dynk. Best er að skoða fossinn frá eystri bakka Þjórsár og aka þá inn Búðarháls frá brúnni á Tungnaá við Hald.[1]

Áform um uppistöðulón ofan við foss­inn til að sjá Norðlinga­öldu­veitu fyr­ir vatni myndi minnka rennsli í fossinn. Þegar hefur rennsli minnkað vegna breyttra árfarvega. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Dynkur[óvirkur tengill] Suðurland. Skoðað 21. janúar 2016.
  2. Fossinn Dynkur á förum Mbl.is. Skoðað 21. janúar 2016.