Brúarfoss (Brúará)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brúarfoss að hausti
Brúarfoss (1850)

Brúarfoss er foss í lindánni Brúará á mörkum Biskupstungna og Grímsness. Mikið birkikjarr umlykur fossinn og ána. Í göngufæri við fossinn eru þrjú sumarhúsahverfi; Miðhúsaskógur, Brekkuskógur og Reykjaskógur. Fossinn liggur í rúmlega 2 kílómetra fjarlægð norður af Laugarvatnsvegi.