Fara í innihald

Grábrók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grábrók séð frá Hreðavatnsskála. Vel má sjá móta fyrir gönguslóðum í gjallinu.
Litla Grábrók.
Útsýni frá toppi Grábrókar yfir Grábrókarhraun og Bifröst og Hreðavatn.

Grábrók er um 170 metra hár gjallgígur sem rís upp norðaustan við Hreðavatn. Grábrók er stærst þriggja gíga á stuttri gossprungu. Úr þessum gígum Stóru-Grábrók, Grábrókarfelli (Rauðabrók) og Litlu-Grábrók (Smábrók) rann Grábrókarhraun fyrir um 3400 árum. Hraunið er um 7 km2. Meðalþykktin í borholum er 20 m. Hraunið stíflaði Norðurá og ýtti henni upp að austurhlíðum dalsins. Einnig stíflaði það dalkvosina sem Hreðavatn er nú í og myndaði vatnið. Fallegar lindir koma upp undan hrauninu á nokkrum stöðum. Stærstu lindirnar eru í svokallaðri Paradís eða Paradísarlaut. Gígarnir og Grábrókarhraun hafa verið friðlýst náttúruvætti síðan 1962. Vinsælt er að ganga upp á Grábrók, það er auðveld gönguleið og þangað liggur göngustígur með manngerðum þrepum.

Nálægir staðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 15. júlí 2010.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.