Fara í innihald

Helgustaðanáma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helgustaðanáma
Vinnumenn í Helgustaðanámu.
Silfurberg

Helgustaðanáma er náma á Austurlandi nálægt Eskifirði. Þar var unnið silfurberg en á árunum 1855-1872 var numið og flutt út um 300 tonn af silfurbergi. Árið 1920 var hafist handa við göng neðar í hlíðinni sem gerði bæði aðgengi auðveldara og sem þýddi að hægt var að vinna í námunni allt árið um kring. Í dag eru göngin um 80 metrar og tengist frá gangnaopi til vesturs upp í námuna til austurs. Á seinni árum var helst unnið silfurbergsmulningur og notaður til múrhúðunar á húsum, meðal annars Þjóðleikhúsinu. Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Stærð friðlýsta svæðisins við Helgustaðanámu er 0,9 ha.

Erlent heiti silfurbergs er á mörgum „Iceland spar“ en stærstu og tærustu eintökin af silfurbergi í heiminum hafa fundist við námuna. Silfurbergi þaðan var safnað allt frá miðri 17. öld. Silfurberg var sótt í Helgustaðanámu fram á miðja 20. öld. Silfurbergið frá Helgustöðum var notað í rannsóknartæki í eðlis-, efna- og jarðfræði á ofanverðri 19. og við upphaf 20. aldar og þá sérstaklega í Nicolprisma að þar var hægt að þar var að stýra sveifluhreyfingu ljóssins sem fór í gegn um þá.