Fara í innihald

Eldborgir (Krýsuvík)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eldborgir
Eldborg undir Geitahlíð
Hæð180 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrindavíkurbær
breyta upplýsingum
Við Eldborg.
Hraunrás

Eldborgir eru tveir friðlýstir gjallgígar, Stóra-Eldborg og Litla-Eldborg, í Geitahlíð nálægt Krýsuvík. Stærð friðlýsta svæðisins er rúmlega 100 hektarar. Það var friðlýst sem náttúruvætti árið 1987. Stóra-Eldborg er stærstur fimm gíga í gígaröð. Hún er rétt austur af Krýsuvíkvegi og norður af Suðurstrandavegi. Gígurinn er brattur og gerður úr gjalli og kleprum. Austur úr honum liggur myndarlegur hraunfarvegur. Hægt er að ganga upp að Stóru-Eldborg og þaðan niður í Litlu-Eldborg þar sem hægt er að sjá ofan í gíginn. Hraunið úr Eldborg er ólivínríkt helluhraun. Það hefur runnið til sjávar fram af Krýsuvíkurbergi austast. Aldur þess er ekki vel þekktur en miðað við þykkan jarðveg ofan á því og veðrun bergsins gæti það verið 7000-8000 ára.