Rauðsgil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Séð heim að Reykholti í Borgarfirði úr vestri,
Rauðsgil í bakgrunni til hægri milli Búrfells og Steindórsstaðaaxlar í stefnu á Okið.

Rauðsgil er bær sem stendur á bakka samnefnds gljúfragils sem skerst inn í suðurhlíðar Reykholtsdals í Borgarfirði.

Í Sturlubók Landnámabókar 21. kafla segir: Rauður hét maður, er nam land (hið syðra) upp frá Rauðsgili til Gilja og bjó að Rauðsgili; hans synir voru þeir Úlfur á Úlfsstöðum og Auður á Auðsstöðum fyrir norðan á, er Hörður vó. Þar hefst (af) saga Harðar Grímkelssonar og Geirs.

Í Rauðsgili er að finna fossa svo sem Bæjarfoss, Laxfoss, Einiberjafoss og svo Tröllafoss, sem er ofan gils.

Rauðsgil er einnig fæðingastaður (1899) Jóns Helgasonar, skálds og prófessors, en eitt af þekktari kvæðum hans nefnist Á Rauðsgili.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  • Landnámabók (Sturlubók) á vefnum snerpa.is
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.