Tröllafossar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tröllafossar

Tröllafossar eru við Fossatún í Borgarfirði, um 88 km frá Reykjavík og 20 km frá Borgarnesi. Tröllafossar eru fossa- og flúðasvæði í Grímsá, laxveiðiá í Lundarreykjadal. Í klettum við árbakkann er sögð vera afar skýr tröllkonumynd. Útsýni og sjónarhorn er á fjallstindinn Skessuhorn. Grímsá er mikil laxveiðiá með mörgum fossum og flúðum og á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.

Nálægir staðir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.