Hjálparfoss
Útlit
Hjálparfoss er foss neðarlega í Fossá í Þjórsárdal. Fossinn er tvöfaldur og eru stuðlabergsmyndanir í kringum hann. Nafnið kom til þegar ferðir yfir Sprengisand voru tíðari og ferðalangar fundu gras handa hrossum sínum og hægt var að brynna þeim á öðru en jökulvatni.
Fossinn var friðaður árið 2020. [1]
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Hjálparfoss í Þjórsárdal“. Sótt 4. desember 2005.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gjáin, Háifoss og Hjálparfoss friðlýst Mbl.is, skoðað 21. mars 2021