Dulmálsfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Dulritað bréf Gabriel de Luetz (dó 1553), sendiherra Frakka í Ottómanveldinu.

Dulmálsfræði eða dulritunarfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar stærðfræðilegar aðferðir sem tengjast einhverri hlið upplýsingaöryggis, eins og til dæmis trúnaðarstigi gagnanna, heilleika gagnanna, sannvottun eininda og óhrekjanleikja aðgerða eininda.[1] Upplýsingar sem þarf að senda leynilega eru dulritaðar eða dulkóðaðar, það er að segja að upplýsingunum er breytt þannig að þær verði óráðanlegar þeim sem búa ekki yfir ákveðnum lykli. Hægt er að breyta textanum með mismunandi dulritunaraðferðum sem byggja á stærðfræði.

Dulritun hefur með einhverju móti verið notuð í margar aldir, sögulega hefur notkun hennar aðallega verið bundin við samskipti háttsettra opinberra aðila sem kröfðust trúnaðs og innan herja. Með aukinni tækniþróun, sem stundum er tengd við hnattvæðingu hefur notkun dulritunar orðið almennari. Við notum upplýsingar sem hafa verið dulritaðar í daglegu lífi, til dæmis debet- og kreditkortsupplýsingar og aðgangsorð fyrir tölvur og tölvunet.

Þegar fjallað er um dulritun er gjarnan talað um ódulritaðan texta (e. plaintext), dulritunaraðferð (e. cipher), dulritunaraðferðin krefst lykils K til þess að dulrita texta og dulritaðan texta (e. ciphertext). Það má þó ekki skilja sem svo að eingöngu sé texti dulritaður enda geta hvaða gögn sem er verið dulrituð, þar með talið tvíundarkóti, það er að segja öll stafræn gögn.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Dulritunaraðferð Júlíuss Sesars er nefnd reiknirit Sesars.

Vitað er að Forn-Egyptar notuðust við dulritun. Júlíus Sesar notaðist við afar einfalda tegund dulritunar sem er nefnd reiknirit Sesars þannig að hverjum staf í stafrófinu er hliðrað um þrjú sæti (K = 3). Slík dulritun telst í dag frumstæð og er einfalt að brjóta og veitir því lítið sem ekkert öryggi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.