Fara í innihald

Malaví-vatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Malaví-vatn á gervihnattamynd
Malaví-vatn séð frá Likoma

Malaví-vatn í Malaví er þriðja stærsta stöðuvatn í Afríku, alls 29 þús. ferkílómetrar. Vatnið er talið hafa myndast í sigdalnum mikla fyrir um 40 þúsund árum. Í vatninu og við strendur þess er mikið líf og er byggðin þéttust á bökkum þess og eru þar mörg þorp og bæir, þeirra á meðal Monkey Bay sem er við suðurenda þess. Tvö lönd auk Malaví eiga landamæri að vatninu en það eru Mósambík og Tansanía.

Náttúrufar[breyta | breyta frumkóða]

Vatnið sjálft er 560 km langt og þar sem það er breiðast er það 75 km. Meðaldýpt þess eru 292 metrar en mesta dýpi er alls 760 m[1].

Í vatninu eru nokkrar eyjar, flestar austanmegin í því. Einungis tvær þeirra eru byggðar, Likoma og Chizumulu, sem eru hólmlendur Malaví, en allt vatnið í kringum þær tilheyrir Mósambík. Eyjaskeggjar lifa á banana- og mangórækt, auk þess sem þeir stunda fiskveiðar á vatninu. Í báðum eyjunum er rafmagn en það er aftengt eftir klukkan 11 á kvöldin og er það gert til sparnaðar.

Við suðurenda vatnsins rennur Shire-áin en hún er ein af þverám Zambezi-fljótsins.

Samgöngur[breyta | breyta frumkóða]

Frá Monkey Bay er gerð út gufuaflsferja sem gengur út í eyjarnar Likoma og Chizumulu og til Karonga við norðurenda vatnsins. Hún gengur einnig til Iringa-héraðs í Tansaníu þegar vel liggur á henni.

Frá Nkhata Bay er gerð út ferja til eyjanna á vatninu. Þessi ferja leggur ekki að landi heldur ferjar farþega frá skipinu til lands á litlum árabátum.

Dýralíf[breyta | breyta frumkóða]

Áhyggjur af fiskistofnum í vatninu voru lengi vel til staðar, og var það vegna þess að veiðimenn veiddu helst á eintrjáningum á grunnsævi en ekkert lengra úti á vatninu. Talið er að grunnvatnsfiskar hafi af þeim sökum átt undir högg að sækja en úr því hefur verið bætt með því að koma stórvirkari veiðibátum út á meira dýpi. Heimamenn hafa fengið hjálp frá Slippstöðinni á Akureyri, en þeir afhentu Malövum bát árið 1993. Einnig hefur Landhelgisgæslan hjálpað þeim við kortlagningu á botni vatnsins á árabilinu 2000 til 2004.

Síklíður eru algengar í vatninu en þeir eru vinsælir sem skrautfiskar.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Malawi Cichlids“. Sótt 3. apríl 2007.