Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðildarríki ESO.

Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (enska: European Southern Observatory, skammstafað ESO) , er stærsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. ESO var stofnað árið 1962 og eru aðildarríkin orðin 15. ESO tryggir stjarnvísindamönnum rannsóknaaðstöðu á heimsmælikvarða á suðurhveli jarðar. Árlega leggja aðildarríki ESO um 163 milljónir evra til starfseminnar. Þar starfa um 700 manns.

ESO er þekkt fyrir að smíða og reka nokkra stærstu og þróuðustu stjörnusjónauka heims. Má þar nefna New Technology Telescope (NTT), þar sem virk sjóntæki voru prófuð í fyrsta sinn, og Very Large Telescope (VLT) sem samanstendur af fjórum 8,2 metra breiðum sjónaukum og fjórum 1,8 metra aukasjónaukum. ESO er þátttakandi í þróun og smíði Atacama Large Millimeter Array (ALMA) og European Extremely Large Telescope (E-ELT). ALMA er ein stærsta og hæsta stjörnustöð heims og gerir mælingar á millímetra og hálfsmillímetra sviðinu. Smíði hans er langt komin og gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun árið 2012. ALMA er samstarfsverkefni Evrópu, Japans, Norður-Ameríku og Chile. ESO hefur umsjón með evrópska hluta verkefnisins og hýsir jafnframt evrópsku svæðisskrifstofuna. lesa meira