Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð Íslands (áður Verslunarráð Íslands eða Verzlunarráð Íslands) eru samtök hagsmunaaðila í verslun og viðskiptum á Íslandi. Allir sem stunda einhvers konar rekstur geta gerst aðilar að ráðinu. Viðskiptaráð Íslands var stofnað 17. september 1917. Fjöldi íslenskra fyrirtækja eru aðilar að Viðskiptaráðinu og þar með talin mörg stærstu fyrirtæki landsins.

Árið 1917 komu 156 aðilar úr íslensku viðskiptalífi, kaupmenn o. fl. að stofnun Verslunarráðs Íslands. Fyrstu kosnu fulltrúarnir voru Jes Zimsen, Jón Brynjólfsson, Ólafur Jónsson, Carl Proppé, Jensen-Bjerg og Olgeir Friðgeirsson. Í lögum ráðsins stóð að hlutverk þess væri að „vernda og efla verslun iðnað og siglingar”. Fyrsti formaður var Garðar Gíslason og gegndi hann því starfi til 1933 er hann baðst undan endurkjöri. Árið 1922 tók Viðskiptaráðið við rekstri Verslunarskóla Íslands. Í dag rekur Viðskiptaráðið einnig Háskólann í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðsins er Finnur Oddsson. Þann 5. október 2009 sagði Erlendur Hjaltason sig frá formennsku stjórnar Viðskiptaráðs vegna þess að hann hafði verið starfandi forstjóri Exista, fyrirferðamikils fjárfestingafélags, fyrir bankahrunið og vildi hann að „tortryggni á endurskipulagningarferli Exista” yrði ekki til þess að „formennska [hans] í Viðskiptaráði gæti rýrt traust ráðsins.”. lesa meira