Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2016
Útlit
Guðni Thorlacius Jóhannesson (fæddur í Reykjavík 26. júní árið 1968) er íslenskur sagnfræðingur. Hann var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 25. júní 2016 með 39,08% atkvæða og tók við embættinu 1. ágúst 2016.
Guðni hefur meðal annars starfað sem kennari við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og University of London. Í dag starfar hann sem dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Eftir hann liggja rit á sviði sagnfræði, meðal annars um þorskastríðin, efnahagshrunið 2008 og forsetaembættið. Hann hefur ritað ævisögu Gunnars Thoroddsens og um embættistíð Kristjáns Eldjárns. Hann hefur þýtt nokkrar bækur eftir Stephen King. Lesa meira...