Fara í innihald

Atacama Large Millimeter Array

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sýn listamanns á Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) á Chajnantorsléttunni í Chile.

Atacama Large Millimeter/submillimeter Array eða ALMA er alþjóðlegt samstarfsverkefni Evrópu (ESO), Norður Ameríku, austur Asíu og Chile um smíði stærsta stjörnusjónauka heims. ALMA er víxlmælir, röð 66 12 metra og 7 metra útvarpssjónauka sem mæla millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir (0,3 til 9,6 mm). Stjörnustöðin er í smíðum í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli á Chajnantor sléttunni í Atacamaeyðimörkinni í norður Chile. Hún er því hæsta stjörnustöð heims. ALMA er ætlað að rannsaka myndun stjarna snemma í sögu alheimsins og ljósmynda myndunarsvæði stjarna og reikistjarna í Vetrarbrautinni okkar. Kostnaður við verkefnið nemur meira en 1 milljarði bandaríkjadala. Fyrstu mælingar með ALMA hófust síðla árs 2011[1] en sjónaukinn verður tekinn í fulla notkun árið 2013.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. ALMA opnar augun — Fyrsta myndin birt frá öflugasta millímetra/hálfsmillímetra sjónauka heims http://www.eso.org/public/iceland/news/eso1137/ Geymt 6 október 2011 í Wayback Machine sótt (3.10.2011)
  2. Sævar Helgi Bragason (2011). Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Stjörnufræðivefurinn http://www.stjornuskodun.is/alma Geymt 31 desember 2009 í Wayback Machine sótt (4.6.2011)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.