Taívan (eyja)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gervihnattamynd af Tævan

Taívan (hefðbundin kínverska 臺灣, einfölduð kínverska 台湾, pinyin Táiwān, wade-giles T'ai-wan, tævanska Tâi-oân) er eyja undan strönd meginlands Kína í Kyrrahafi. Hún gengur einnig undir nafninu Formósa, en portúgalskir sjómenn kölluðu hana Ilha Formosa sem þýðir „falleg eyja“ á portúgölsku. Eyjan er 349 km löng og 144 km breið. Flatamál hennar er 35 883 km2. Hæsta náttúrulega hæð frá sjó er tindur Júshan (Yushan) fjalls, tæpir fjórir kílómetrar (3,952 m). Eyjan er fjalllend og er þakin hitabeltis- og heittempruðum gróðri.

Heitið Taívan fyrir eyjuna er ekki gamalt og rekur uppruna sinn til verslunarstöðvar sem Hollendingar stofnsettu á sandhorni einhverskonar sem nefnt var Tayoan, yfirfórst síðan heiti verslunarstöðvarinnar yfir á eyjuna alla.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.