Franska Vestur-Afríka
Útlit
Franska Vestur-Afríka (franska: Afrique occidentale française, AOF) var sambandsríki átta franskra nýlendna í Vestur-Afríku: Máritaníu, Senegal, Frönsku Súdan (nú Malí), Frönsku Gíneu (nú Gínea), Fílabeinsströndinni, Níger, Efri Volta (nú Búrkína Fasó) og Dahómey (nú Benín). Sambandið var myndað 1895 og var lagt niður eftir þjóðaratkvæðagreiðslu 1958.