Ríkislaus þjóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ríkislaus þjóð er þjóðarbrot sem er ekki meirahlutahópur í neinu þjóðríki. Meðlimir í ríkilausri þjóð eru ekki endilega ríkisfangslausir—yfirleitt hafa þeir ríkisfang í ríkinu þar sem þeir búa. Stundum er þeim þó neitað ríkisfang í ríkinu þar sem þeir óska að búa, eða þar sem ættjörð þjóðarbrotsins er. Ríkislausar þjóðir eru ekki viðurkenndar á alþjóðlegum vettvangi, t.d. af íþróttasamtökum svo sem Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) eða alþjóðasamtökum svo sem Sameinuðu þjóðunum.

Ríkislausum þjóðum er annaðhvort dreift yfir fjölda mismunandi ríkja, svo sem Kúrdar í Írak, Tyrklandi, Íran, Armeníu og Sýrlandi), eða eru minnihlutahópur í ákveðnu héraði í stærra ríki, svo sem Úýgúrar í Xinjiang í Kína. Í sumum tilfellum höfðu ríkislausar þjóðar eigin ríki sem var hernumið eða gerðist hluti af öðru ríki, svo sem Tíbet, sem lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1913. Yfirlýsing var ekki viðurkennd og landið var svo hernumið af Kína árið 1951. Kínverska ríkisstjórnin heldur því fram að Tíbet sé ókljúfanlegur hluti af Kína, þar sem tíbeska ríkisstjórnin í útlegð heldur fram að Tíbet sé sjálfstætt ríki undir ólöglegu hernámi.

Sumar þjóðir sem einu sinni voru ríkislausar urðu svo að þjóðríkjum, svo sem Balkanskagaþjóðir eins og Króatar, Serbar, Bosníumenn, Slóvenar, Svartfellingar, Kosóvar og Makedóníumenn. Rómafólk er kannski undantekning við þessa reglu, því það á enga skýra ættjörð og lífir hirðingjalífi, og hefur ekki lýst yfir vilja til að stofna sitt eigið ríki.

Fyrst ekki öll ríki eru þjóðríki er fjöldi þjóða sem búa í fjölþjóðaríki án þess að þær séu teldar ríkislausar.

Dæmi um ríkislausar þjóðir[breyta | breyta frumkóða]

Þjóð Fáni Tungumál Mannfjöldi Ríki Ættjörð
Andalúsíumenn
Flag of Andalucía.svg
andalúsíska 9 milljónir Spánn Andalúsía
Assyrar
Flag of the Assyrians.svg
assyríska 3,3 milljónir Sýrland, Írak, Íran, Tyrkland Assyría
Ástralskir frumbyggjar áströlsk frumbyggjamál 0,68 milljónir Ástralía Ástralía
Balúkar
BRA flag.jpg
balúkíska 10 milljónir Pakistan, Íran, Afganistan Balúkistan
Baskar
Flag of the Basque Country.svg
baskneska, franska, spænska 3,1 milljónir Frakkland, Spánn Baskaland
Borómenn
Bandera Bodoland.svg
bodó 1,3 milljón Indland Bodóland
Bretónar
Flag of Brittany.svg
bretónska, franska, galló 3,1 milljónir Frakkland Bretanía
Færeyingar
Flag of the Faroe Islands.svg
færeyska 0,06 milljónir Danmörk Færeyjar
Galisíubúar
Flag of Galicia.svg
galisíska 2,8 milljónir Spánn Galisía
Hawaiibúar
Kanaka Maoli flag.svg
hawaiíska 0,5 milljónir Bandaríkin Hawaii
Hmongmenn
Hmong Flag.png
hmong 4 milljónir Laos, Kína, Víetnam, Taíland
Igbómenn
Flag of Biafra.svg
igbo 30 milljónir Nígería Bíafra
Inuítar
Flag of Greenland.svg
inuítamál 1 milljón Bandaríkin, Danmörk, Kanada Síbería, Alaska, Norður-Kanada, Grænland
Jorúba-menn
Flag of the Yoruba people.svg
jorúba 35 milljónir Nígería, Benín, Tógó Jorúbaland
Kasmírar kasmíríska 5,6 milljónir Indland, Pakistan, Kína Kasmír
Katalónar
Flag of Catalonia.svg
katalónska, spænska, franska 8 milljónir Spánn, Frakkland Katalónía
Kornbretar
Flag of Cornwall.svg
enska, kornbreska 0,5 milljónir Bretland Cornwall
Korsíkanar
Flag of Corsica.svg
korsíkanska, franska, ligúranska 0,3 milljónir Frakkland Korsíka
Kúkímenn
Flag of Chin State.svg
kúkímál 5 milljónir Myanmar, Indland Mísoram og Chin
Kúrdar
Flag of Kurdistan.svg
kúrdíska 40 milljónir Írak, Tyrkland, Íran, Armenía, Sýrland Kúrdistan
Lakotamenn
Pine Ridge Flag.svg
lakota, enska 0,1 milljónir Bandaríkin Lakota
Losímenn
Flag of Barotseland.svg
losí 5,1 milljónir Sambía Barotseland
Mapuche-menn
Flag of the Mapuches.svg
mapudungun 1 milljón Argentína, Síle Araucanía
Maórar
Tino Rangatiratanga Maori sovereignty movement flag.svg
maóríska 0,75 milljónur Nýja-Sjáland Nýja-Sjáland
Moravíar
Flag of Moravia.svg
moravíska 7 milljónir Tékkland Moravía
Nagamenn
Unofficial flag of Nagaland.svg
tíbetóburmískar mallýskur 2 milljónir Indland Nagaland
Ogonímenn
Flag of the Ogoni people.svg
ogoní 0,5 milljónir Nígería Ogoníland
Oksítanar
Flag of Occitania (with star).svg
oksítanska, franska 16 milljónir Frakkland Oksítanía
Québec-búar
Flag of Quebec.svg
franska 6,2 milljónir Kanada Quebec
Riffíanar
Flag of the Republic of the Rif.svg
riffíanska 6 milljónir Marokkó, Spánn Rif
Rjukjúanar rjukjúanmál 1 milljón Japan Rjukjúan
Róhingjar
Rohingya flag.png
rohingya 3,6 milljónir Myanmar Rakhine
Samar
Sami flag.svg
samísk mál, norska, sænska, finnska, rússneska 0,16 milljónir Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland Lappland
Sardiníubúar
Flag of Sardinia, Italy (1950–1999).svg
sardiníska, korsósardiníska, ítalska, katalónska, ligúranska 1,6 milljón Ítalía Sardinía
Shan-menn
Flag of the Shan State.svg
shanmál 6 milljónir Myanmar Shan
Sirkasíumenn
Flag of Adygea.svg
sirkasíska 8 milljónir Rússland Sirkasía
Sindíar
Flag of Sindhudesh.svg
sindí 60 milljónir Pakistan, Indland Sindúdess
Síkar
Flag-of-Khalistan.svg
púnjabíska 27 milljónir Indland, Pakistan Kalistan
Skotar
Flag of Scotland.svg
enska, skoska, skosk gelíska 5,2 milljónir Bretland Skotland
Sorbar
Flag of Sorbs.svg
sorbíska 0,6 – 0,7 milljónir Þýskaland, Tékkland Lúsatía
Tamílmenn tamílska 77 milljónir Srí Lanka, Indland Tamilakam og Tamil Eelam
Tatarar
Flag of Tatarstan.svg
tataríska 7 milljónir Rússland Tatarstan
Téténar
Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg
téténíska 2 milljónir Rússland Téténía og Dagestan
Tíbetar
Flag of Tibet.svg
tíbeska 6 milljónir Kína Tíbet
Túaregar
MNLA flag.svg
túareg 1,2 milljón Malí, Níger Asawad
Úígúrar
Kokbayraq flag.svg
úígúríska 9 milljónir Kína Kínverska Túrkestan
Vallónar
Flag of Wallonia.svg
franska, vallónska, pikardíska, þýska 5,2 milljónir Belgía Vallónía
Wales-búar
Flag of Wales.svg
velska, enska 3 milljónir Bretland Wales
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.