Galisía
![]() |
![]() |
Fáni Galisíu | Skjaldarmerki Galisíu |
![]() | |
Opinber tungumál | Galisíska, Spænska |
Höfuðborg | Santiago de Compostela |
Konungur | Filippus 6. |
Forseti | Alberto Núñez Feijóo |
Flatarmál | 29.574 km² |
Gjaldmiðill | Evra (€) |
Tímabelti | UTC+1 (UTC+2 á sumrin) |
Þjóðsöngur | Os Pinos (The Pines) |
Landsnúmer | +34 98- |
Galisía (eða Jakobsland) er spænskt sjálfstjórnarsvæði á Norðvestur-Spáni. Galisía liggur norðan Portúgals og vestan spænsku sjálfstjórnarsvæðanna Kastilía-León og Astúría. Galisía skiptist í A Coruña-hérað, Lugo-hérað, Ourense-hérað og Pontevedra-hérað.
Galisía er 29.574 ferkílómetrar og íbúar héraðsins voru um 2.700.000 árið 2018. Svæðið, sem fékk sjálfstjórn árið 1981, Höfuðstaðurinn er Santiago de Compostela. Fjölmennasta borgin er Vigo í Pontevedra-sýslu. Opinber tungumál í Galisíu eru tvö, spænska og galisíska, sem er skyld portúgölsku.
Saga[breyta | breyta frumkóða]
Konungsríki var stofnað í Galisíu árið 395. Vísigotar náðu því á sitt vald seinna en Márar náðu aldrei eiginlegum völdum þar og Alfonso 1. Astúríukonungur rak þá burt árið 739 og innlimaði um leið Galisíu í ríki sitt. Síðar varð það hluti af konungsríkinu Kastilíu og Leon en naut þó stundum nokkurrar sjálfstjórnar.
Atvinnulíf[breyta | breyta frumkóða]
Galisíubúar lifðu löngum af landbúnaði og fiskveiðum og sumir höfðu einnig góðar tekjur af þjónustu við pílagríma eftir að pílagrímsferðir að gröf heilags Jakobs í Santiago de Compostela hófust á 9. öld. Á 20. öld varð mikil iðnaðaruppbygging í héraðinu en þar eru meðal annars bílaverksmiðjur og vefnaðariðnaður. Í bænum Arteixo í A Coruña-sýslu eru höfuðstöðvar Inditex, stærstu vefnaðarvörukeðju Evrópu og þeirrar næststærstu í heimi en þekktasta vörumerki keðjunnar er Zara.
Höfuðstöðvar spænsks sjávarútvegs eru í Vigo og þar hefur CFCA, Eftirlitsstofnun ESB með fiskveiðum, aðsetur sitt.