Fara í innihald

Kúrdíska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kúrdíska (kúrdíska: Kurdî eða كوردی) er tungumál talað af Kúrdum í Vestur-Asíu. Hún er ólík mörgum öðrum tungumálum úr því að hún er ekki stöðluð og er ekki opinber tungumál lands, það er að segja kúrdíska samanstendur af mörgum náskyldum mállýskum sem eru talaðar á stóru svæði sem spannar nokkur þjóðríki og myndar nokkra svæðisbundna staðla (t.d. kúrmanji í Tyrklandi og sorani í Norður-Íraki). Í dag er orðið „kúrdíska“ notað til að lýsa nokkrum tungumálum sem töluð eru af Kúrdum, aðallega í Íran, Írak, Sýrlandi og Tyrklandi.

Kúrdíska tilheyrir norðvestur-írönsk tungumálum sem flokkast síðan til indóíranskar málaættar í indóevrópskri málaættinni. Náskyldustu málin eru balochi, gileki og talysh sem eru öll í norðvestur-írönsku málaættinni.

Mokriani mállýska af Mið-Kúrdneska er víða talað í Mokrian. Piranshahr og Mahabad eru tveir helstu borgir Mokrian mála svæðisins.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.