Túaregar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Túaregi í sandinum fyrir utan þorpið Djanet á landamærum Alsír og Líbíu árið 2012.

Túaregar eru berbískt þjóðflokkasamband. Þeir búa aðallega í Saharaeyðimörkinni á miklu svæði sem teygir sig frá suðvesturhluta Líbíu til suðurhluta Alsír, Níger, Malí og Búrkína Fasó.[1] Túaregar hafa sögulega verið smalar og hirðingjar og fámennir hópar þeirra búa einnig í norðurhluta Nígeríu.[2]

Túaregar tala samnefnt tungumál (einnig kallað Tamasheq) sem tilheyrir berbískri kvísl afróasísku tungumálafjölskyldunnar.[3]

Túaregar hafa stundum verið kallaðir „bláa fólkið“ vegna hefðbundinna blárra viðhafnarklæða sinna, sem hafa átt það til að flekka hörund þeirra með litarefni sínu.[4][5] Þeir eru íslömsk hirðingjaþjóð sem talið er að sé komin af berbískum frumbyggjum Norður-Afríku.[6] Túaregar voru meðal þeirra þjóða sem höfðu hvað mest áhrif á útbreiðslu íslams og þróun trúarinnar í Norður-Afríku og nágrannasvæðinu Sahel.[7] Í menningu Túarega er þó ýmsum siðum frá því fyrir daga íslams viðhaldið; til dæmis eru ættir raktar í kvenlegg en ekki karllegg og karlar bera slæður en ekki konur.[8]

Túaregar eru ættbálkasamfélag þar sem hver ættbálkur hefur sitt stigveldi og sína stéttskiptingu.[4][9][10] Túaregar hafa stjórnað ýmsum verslunarleiðum gegnum Sahara og hafa leikið lykilhlutverk í mörgum hernaðardeilum í kapphlaupinu um Afríku og eftir afnýlendun álfunnar.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Shoup III, John A. (2011). Ethnic Groups of Africa and the Middle East. ABC-CLIO. bls. 295. ISBN 978-1598843637. Sótt 7. nóvember 2016.
  2. "The total Tuareg population is well above one million individuals." Keith Brown, Sarah Ogilvie, Concise encyclopedia of languages of the world, Elsevier, 2008, ISBN 9780080877747, p. 152.
  3. Lewis, M. Paul (ed.), 2009. Ethnologue: Languages of the World, Sixteenth edition. Dallas, Tex.: SIL International. Online version: http://www.ethnologue.com/.
  4. 4,0 4,1 4,2 Elizabeth Heath (2010). Anthony Appiah and Henry Louis Gates (ritstjóri). Encyclopedia of Africa. Oxford University Press. bls. 499–500. ISBN 978-0-19-533770-9.
  5. Karl G. Prasse (1995). The Tuaregs: The Blue People. Museum Tusculanum Press. ISBN 978-87-7289-313-6.
  6. Rasmussen, Susan J. (1996). „Tuareg“. Í Levinson, David (ritstjóri). Encyclopedia of World Culture, Volume 9: Africa and the Middle East. G.K. Hall. bls. 366–369. ISBN 978-0-8161-1808-3.
  7. Harry T. Norris (1976). The Tuaregs: Their Islamic Legacy and Its Diffusion in the Sahel. London: Warminster. bls. 1–4, chapters 3, 4. ISBN 978-0-85668-362-6. OCLC 750606862.; For an abstract, ASC Leiden Catalogue; For a review of Norris' book: Stewart, C. C. (1977). „The Tuaregs: Their Islamic Legacy and its Diffusion in the Sahel. By H. T. Norris“. Africa. 47 (4): 423–424. doi:10.2307/1158348. JSTOR 1158348.
  8. „Þjóð sem berst fyrir lífi sínu“. Þjóðviljinn. 9. nóvember 1990.
  9. Karl G. Prasse 1995, bls. 16, 17–22, 38–44.
  10. Tamari, Tal (1991). „The Development of Caste Systems in West Africa“. The Journal of African History. 32 (2): 221–222, 228–250. doi:10.1017/s0021853700025718.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.