Sirkasíumenn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tyrkneskir Sirkasíumenn minnast útlegðarinnar 1864.

Sirkasíumenn eða Sjerkesar eru norðurkákasískt þjóðarbrot kennt við Sirkasíu við botn Svartahafs. Þegar Rússland lagði Kákasus undir sig í Kákasusstríðinu á 19. öld, sérstaklega eftir Stríð Rússa og Sirkasíumanna 1864, flúði stór hluti þeirra til Tyrkjaveldis og Persíu. Flestir þeirra aðhyllast súnní íslam.

Um 700.000 Sirkasíumenn búa enn í Sirkasíu (rússnesku lýðveldunum Adigea, Kabardínó-Balkaría, Karatsaj-Tsjerkessía og suðurhluta Krasnodarfylkis). Samtök þjóða án fulltrúa áætla að Sirkasíumenn utan Sirkasíu séu um 3,7 milljónir, þar af tvær milljónir í Tyrklandi, 700.000 í Rússlandi og 150.000 í löndunum við botn Miðjarðarhafs.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.