Balúkíska
Útlit
Balúkíska er íranskt mál sem talað er af balúkum í Balúkistan í Suðvestur-Asíu. Áætlað er að 7,6 milljónir manna tali málið sem móðurmál í Pakistan, Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman. Málið er eitt af níu opinberum tungumálum Pakistan.
Balúkíska er rituð með persnesku letri sem byggist á arabísku letri.