Kúrdistan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir svæðið þar sem Kúrdar búa.

Kúrdistan er lauslega skilgreint landsvæði í Mið-Austurlöndum þar sem Kúrdar eru meirihluti íbúa. Þetta svæði er að stærstum hluta í Tyrklandi (Norður-Kúrdistan) en nær inn í Sýrland (Rojava), Írak (Suður-Kúrdistan) og Íran (Austur-Kúrdistan). Kúrdistan nær yfir norðvesturhluta Zagrosfjalla og austurhluta Tárusfjalla.

Sumir kúrdískir þjóðernissinnar vilja stofna sjálfstætt ríki í Kúrdistan meðan aðrir vilja aukna sjálfstjórn innan núverandi landamæra. Kúrdar eru taldir vera á bilinu 35-45 milljónir talsins.

Íraska Kúrdistan fékk sjálfstjórn með samkomulagi við ríkisstjórn Íraks árið 1970. Kúrdistanhérað í Íran nýtur ekki sjálfstjórnar. Eftir að Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst hafa Kúrdar þar tekið völdin í stórum hluta norðurhéraða landsins. Þeir hafa komið á eigin ríkisstjórn og óska eftir sjálfstjórn þegar stríðinu lýkur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.