Fara í innihald

Jón Gnarr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Gnarr
Jón Gnarr árið 2011.
Borgarstjóri Reykjavíkur
Í embætti
15. júní 2010 – 16. júní 2014
ForveriHanna Birna Kristjánsdóttir
EftirmaðurDagur B. Eggertsson
Borgarfulltrúi í Reykjavík
frá til    flokkur
2010 2014  Besti
Persónulegar upplýsingar
Fæddur2. janúar 1967 (1967-01-02) (57 ára)
Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurBesti flokkurinn (2009–2014)
Björt framtíð (2012–2015)
Samfylkingin (2017–2024)
Viðreisn (2024–)
MakiJóga Jóhannsdóttir
Börn5
HáskóliListaháskóli Íslands
StarfLeikari, stjórnmálamaður

Jón Gnarr (áður Jón Gunnar Kristinsson; f. 2. janúar 1967) er leikari, útvarpsmaður og listamaður. Jón var borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010–2014.

Foreldrar Jóns voru komin af léttasta skeiði þegar þau eignuðust hann og er hann lang-yngstur barna þeirra. Faðir Jóns var lögreglumaður í yfir 40 ár og kommúnisti. Var samband þeirra erfitt.

Jón var greindur með þroskaskerðingu sem barn og var um tíma á barna- og unglingageðdeild. Hann hefur verið greindur með athyglisbrest með ofvirkni og lesblindu. Á unglingsárum gekk hann undir nafninu Jónsi pönk og var undir áhrifum frá anarkisma og pönk-hljómsveitinni Crass.

Jón hefur unnið sem verkamaður í Volvoverksmiðjunum í Gautaborg, sem leigubílstjóri, á Kópavogshæli og Kleppi. Hann er með meirapróf.

Jón Gnarr á að baki farsælan feril sem leikari, listamaður og grínisti. Hann sá um útvarpsþáttinn Tvíhöfða á X-inu, Radíó, Radíó X og Rás 2 ásamt Sigurjóni Kjartansyni. Þar áður stjórnaði hann öðrum útvarpsþætti, Heimsenda á Rás 2 árið 1994. Árin 1995–1996 var hann ásamt Sigurjóni Kjartansyni með innskot í þættinum Dagsljós á RÚV sem hét Hegðun, atferli og framkoma.[1]

Árið 1998 var hann með uppistandssýninguna Ég var einu sinni nörd og árið 2018 hélt hann upp á 20 ára afmæli þess með uppistandi í Eldborg í Hörpu.

Jón hefur leikið í ýmsum sjónvarpsþáttum svo sem Limbó, Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni auk ýmissa kvikmynda, til dæmis Maður eins og ég og Íslenski draumurinn.

Besti flokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]
Jón á Gay pride árið 2010.

Árið 2009 stofnaði Jón Besta flokkinnsem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 29. maí 2010 í Reykjavík og fékk flokkurinn 6 af 15 borgarstjórnarfulltrúum kjörna. Fljótlega ákváð flokkurinn að ganga til viðræðna við Samfylkinguna um meirihluta, sem og varð. Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík á fundi nýrrar borgarstjórnar 15. júní 2010 og sat út tímabilið. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningum 2014.

Forsetaframboð

[breyta | breyta frumkóða]

Í janúar 2016 var Jón mikið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur í forsetakosningum 2016 en 16. janúar tilkynnti hann að hann ætlaði ekki í framboð.[2]

Fyrir forsetakosningarnar 2024 var Jón aftur mikið í umræðunni og 5. janúar sagði hann í viðtali að hann útilokaði ekkert.[3] 12. febrúar greindi Jón frá því að hann væri alvarlega að íhuga framboð.[4] 22. mars sagði Jón í þættinum Vikan með Gísla Marteini að það væri meiri líkur en minni að hann færi í framboð.[5] 2. apríl 2024 tilkynnti Jón framboð til forseta Íslands í myndbandstilkynningu á samfélagsmiðlum.[6] Jón hlaut 10,1% fylgi og endaði í 4. sæti frambjóðenda.

Jón hefur gefið út nokkrar sjálfsævisögulegar bækur, þar á meðal Indíánann, Sjóræningjann og Útlagann þar sem hann talar meðal annars um erfiða reynslu úr héraðskólanum á Núpi í Dýrafirði.[7] Árið 2014 gaf hann út bók á ensku; Gnarr! How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World. Árið 2021 kom út bókin Óorð: Bókin um vond íslensk orð.

Jón er með MFA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Sem útskriftarverkefni flutti Jón Konungsbókarútgáfu Völuspár Geymt 25 janúar 2024 í Wayback Machine við frumsamið lag.

Jón er giftur Jógu Gnarr Jóhannsdóttur. Þau eiga 5 börn.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Árið 2005 fékk Jón nafni sínu breytt í þjóðskrá úr Jóni Gunnari í Jón Gnarr. Hann hefur kallað sig Gnarr frá barnæsku. Nafnið er stytting á nafninu Gunnar. Sama ár létu börn hans einnig breyta millinafni sínu í Gnarr.

Leikaraferill

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemdir
1997 Blossi/810551 Brjálaður útvarpshlustandi
2000 Íslenski draumurinn Valli
2002 Í skóm drekans Hann sjálfur
Maður eins og ég Júlli
2003 Karamellumyndin Stuttmynd
2004 Með mann á bakinu J-n Stuttmynd
Tilnefnd til Edduverðlauna fyrir handrit ársins
Einnig leikstjóri og handritshöfundur
Pönkið og Fræbbblarnir Hann sjálfur
2007 Astrópía Ögmundur
2008 Stóra planið Ráðgjafi Senum var eytt
2009 Bjarnfreðarson Georg Bjarnfreðarson Einnig framleiðandi og handritshöfundur ásamt fleirum
2010 Gnarr Hann sjálfur Heimildarmynd um stjórnmálaferil hans. Frumsýnd 12. nóvember 2010.
2018 Kona fer í stríð Forseti lýðveldisins Ísland
2019 Þorsti Leigubílstjóri
2020 Gullregn Hjalti Pétur
2021 Leynilögga Forsætisráðherra
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemdir
1993 Limbó Ýmsir Einnig handritshöfundur ásamt fleirum

1 þáttur

1994–1996 Tvíhöfði Ýmsir Einnig handritshöfundur ásamt fleirum

12 þættir

1999 Enn ein stöðin Hann sjálfur Einn þáttur
1997–2001 Fóstbræður Ýmsir Hlaut Edduverðlaunin fyrir leikara ársins í aðalhlutverki árið 2001
Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
39 þættir
2004 Tvíhöfði Ýmsir Teiknaðir þættir
Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
Áramótaskaupið 2004 Safnvörður
Svínasúpan Ýmsir
2006 Áramótaskaupið 2006 Ýmsir
2007 Næturvaktin Georg Bjarnfreðarson Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
12 þættir
Áramótaskaupið 2007 Ýmsir Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
2008 Dagvaktin Georg Bjarnfreðarson Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
11 þættir
2009 Fangavaktin Georg Bjarnfreðarson Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
7 þættir
2016 Borgarstjórinn Borgarstjórinn Einnig handritshöfundur ásamt fleirum

10 þættir

Áramótaskaup 2016 Ýmsir Einnig handritshöfundur ásamt fleirum

Einnig leikstjóri

2018 Áramótaskaup 2018 Ýmsir Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
2020 Eurogarðurinn Baddi 8 þættir
Jón Gnarr og Helga Braga á edduverðlaunahátíðinni 2007.
  • Börn ævintýranna (1988)
  • Miðnætursólborgin (1989)
  • Plebbabókin (2002)
  • Þankagangur (2005)
  • Indjáninn (2006)
  • Sjóræninginn (2012)
  • How I became a mayor of a large city in Iceland and changed the world (2014)
  • Útlaginn (2015)
  • Þúsund kossar (2017)
  • Óorð (2021)

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2010 – Visir.is, Maður ársins
  • 2013 – Heiðursmeðlimur Samtakanna 78
  • 2013 – Húmanistaviðurkenning Siðmenntar
  • 2014 – LennonOno friðarverðlaun

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/237546/
  2. „Jón Gnarr ekki í forsetaframboð“. www.mbl.is. Sótt 2. apríl 2024.
  3. Gunnarsson, Björgvin (5. janúar 2024). „Jón Gnarr útilokar ekki forsetaframboð: „Hef bara ekki haft höfuðpláss í miklar pælingar" -“. Mannlíf.is. Sótt 2. apríl 2024.
  4. Pétursson, Vésteinn Örn (2. desember 2024). „Í­hugar for­seta­fram­boð af al­vöru - Vísir“. visir.is. Sótt 2. apríl 2024.
  5. „Jón Gnarr íhugar að bjóða sig fram“. www.mbl.is. Sótt 2. apríl 2024.
  6. Stefánsson, Jón Þór (4. febrúar 2024). „Jón Gnarr ætlar á Bessa­staði - Vísir“. visir.is. Sótt 2. apríl 2024.
  7. http://www.ruv.is/frett/svona-missir-folk-vitid


Fyrirrennari:
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Borgarstjóri Reykjavíkur
(15. júní 201016. júní 2014)
Eftirmaður:
Dagur B. Eggertsson
Verðlaun
Fyrirrennari:
Ingvar E. Sigurðsson
Edduverðlaunin fyrir leikara ársins í aðalhlutverki
2001
Eftirfari:
Gunnar Eyjólfsson