Fara í innihald

Jökulá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjórsá við Urriðafoss. Þjórsá er jökulá sem upptök á í Hofsjökli.

Jökulá[1] er samheiti yfir þær ár sem eiga aðalupptök sín í jökli. Í jökulám rennur s.k. jökulvatn, þ.e. leysingavatn jökuls.

Rennsli í jökulám er mjög háð lofthita. Í kuldatíð er lítil leysing í jöklum og lítið vatn í þeim ám sem undan þeim renna. Þegar hlýtt er í veðri er mikil leysing í jöklum og mikið vatn í jökulám. Miklar rennslissveiflur eru í jökulám, bæði dægursveiflur og árstíðasveiflur. Flestar jökulár eru meira eða minna blandaðar af bergvatnsám, sem sameinast þeim á leiðinni til sjávar.

Stærstu fljót Íslands eru flest jökulár að stofni til. Dæmi um jökulár eru Þjórsá, Ölfusá, Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Dal, Jökulsá á Sólheimasandi, Blanda og Héraðsvötn. Að minnsta kosti 10 ár á Íslandi, bæði stórar og smáar, bera nafnið Jökulsá og tveir bæir hafa einnig þetta nafn.


Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Orðið „Jökulá“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar