Ronaldo (fæddur 1976)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ronaldo
Upplýsingar
Fullt nafn Ronaldo Luís Nazário de Lima
Fæðingardagur 18. september 1976 (1976-09-18) (47 ára)
Fæðingarstaður    Rio de Janeiro, Brasilía
Hæð 1,83 m
Leikstaða Framherji
Yngriflokkaferill
1990-1993 São Cristóvão
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1993-1994 Cruzeiro 14 (12)
1994-1996 PSV 46 (42)
1996-1997 FC Barcelona 137 (34)
1997-2002 Inter Milan 68 (49)
2002-2007 Real Madrid 127 (83)
2007-2008 AC Milan 20 (9)
2009-2011 Corinthians 31 (18)
Landsliðsferill
1993
1996
1994-2011
Brasilía U17
Brasilía U23
Brasilía
7 (5)
8 (6)
98 (62)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima er brasilískur fyrrum knattspyrnumaður og núverandi viðskiptamaður. Hann spilaði sem framherji fyrir meðal annars Real Madrid, FC Barcelona og Inter Milan. Ronaldo vann gullknöttinn 1997 og 2002 og var valinn FIFA leikmaður ársins þrívegis (1996, 1997, 2002). Hann þótti afar heilsteyptur leikmaður með mikið vald á knettinum. Hnémeiðsli settu strik á ferilinn hans.

Ronaldo varð markakóngur HM 1998 og er þriðji hæsti markaskorari Brasilíu. Fyrsta landsliðsmark kom á móti Íslandi í vináttuleik árið 1994. Ronaldo á 51% hlut í Real Valladolid.