David Beckham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
David Beckham
David Beckham Nov 11 2007.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn David Robert Joseph Beckham[1] OBE[2]
Fæðingardagur 2. maí 1975 (1975-05-02) (47 ára)
Fæðingarstaður    Leytonstone, London, England
Hæð 1,83 m[3]
Leikstaða Miðvörður
Yngriflokkaferill
1987-1991
1989-1991
1991–1993
Tottenham Hotspur
Brimsdown Rovers (lán)
Manchester United
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1993–2003
1995
2003–2007
2007–2012
2009–2010
2013
Manchester United
Preston North End (í láni)
Real Madrid
LA Galaxy
Milan (í láni)
PSG
265 (62)
5 (2)
116 (13)
98 (18)
29 (2)
10 (0)   
Landsliðsferill2
1992-1993
1994–1996
1996–2009
England U18
England U21
England
3 (0)
9 (0)
115 (17)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 11. janúar 2009.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
22. október 2008.

David Robert Joseph Beckham (fæddur 2. maí 1975) er enskur fyrrum fótboltamaður. Hann lék lengst af með Manchester United á Englandi (1993-2003) og vann meðal annars þrennuna frægu árið 1999. Einnig lék hann með Real Madrid á Spáni og vann La Liga tímabilið 2006-2007. Einnig hefur hann leikið með AC Milan, Paris Saint-Germain og LA Galaxy í Kaliforníu. Beckham hefur unnið lengi með UNICEF að hjálparstarfi.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Beckham er giftur pop-söngkonunni Victoriu Beckham, áður Viktoria Adams. Hún var þekkt undir nafninu „Posh Spice“ í stúlknabandinu Spice Girls sem gerði garðinn frægan á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. David og Victoria giftu sig 4. júlí 1999 en hann bað hennar árinu áður 24. janúar á veitingastað í Englandi. David og Victoria eiga saman þrjá stráka, Brooklyn Joseph Beckham (fæddur 4.mars 1999 í London, Englandi), Romeo James Beckham (fæddur 1.september 2002 í London) og Cruz David Beckham (fæddur 20. febrúar 2005 í Madríd, Spáni; nafnið Cruz er spænskt og þýðir kross). Þau eiga lika eina dóttur, Harper Seven, fædda árið 2011.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „David Beckham - Rise of a footballer". . (BBC). 19. ágúst 2003. Skoðað 9. september 2008.
  2. „Beckham's pride at OBE". . (BBC Sport). 13. júní 2003. Skoðað 9. september 2008.
  3. „David Beckham". . (Soccerbase). 20. ágúst 2008. Skoðað 9. september 2008.
  Þessi knattspyrnugrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.