Grænhöfðaeyjar
República de Cabo Verde | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Unity, Work, Progress | |
Þjóðsöngur: Cântico da Liberdade | |
Höfuðborg | Praia |
Opinbert tungumál | portúgalska (opinbert) og kreólska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | José Maria Neves |
Forsætisráðherra | Ulisses Correia e Silva |
Sjálfstæði | |
• frá Portúgal | 5. júlí, 1975 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
166. sæti 4.033 km² ~0 |
Mannfjöldi • Samtals (2013) • Þéttleiki byggðar |
165. sæti 483.628 123,7/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2021 |
• Samtals | 4,323 millj. dala (183. sæti) |
• Á mann | 7.728 dalir (156. sæti) |
VÞL (2019) | 0.665 (126. sæti) |
Gjaldmiðill | Grænhöfðaeyskur skúti (CVE) |
Tímabelti | UTC-1 |
Þjóðarlén | .cv |
Landsnúmer | +238 |
Grænhöfðaeyjar (portúgalska: Cabo Verde) eru eyjaklasi í Norður-Atlantshafi um 570 kílómetra undan vesturströnd Afríku. Eyjarnar voru óbyggðar þegar Portúgalar uppgötvuðu þær á 15. öld og gerðu þær að miðstöð fyrir þrælaflutninga. Eyjarnar heita eftir Grænhöfða á vesturströnd Senegals.
Samkvæmt opinberum portúgölskum skjölum uppgötvaði António de Noli eyjarnar árið 1456. Hann var gerður að landstjóra eyjanna og fyrstu landnemarnir settust þar að árið 1462. Eyjarnar urðu miðstöð þrælaverslunarinnar á Atlantshafi og ríkidæmi þeirra dró að sjóræningja. Francis Drake rændi höfuðborg eyjanna Ribeira Grande árið 1585. Eftir árás Frakka árið 1712 hnignaði borginni og Praia tók við hlutverki höfuðborgar árið 1770. Þegar þrælaversluninni tók að hnigna versnaði efnahagur eyjanna sem þó voru áfram mikilvæg höfn. Sjúkdómar og eldgos á fyrri helmingi 20. aldar leiddu til þurrka og hungursneyðar. Óánægja með nýlendustjórnina leiddi til sjálfstæðisbaráttu í byrjun 20. aldar. Eftir fall ríkisstjórnar Salazars í Portúgal neyddust Portúgalir til að veita eyjunum sjálfstæði. Sjálfstæðisflokkur Cabo Verde kom á flokksræði og ríkti til 1990 þegar flokksræði var afnumið og fyrstu frjálsu kosningarnar haldnar.
Ísland veitti Grænhöfðaeyjum þróunaraðstoð á 9. og 10. áratug 20. aldar og skipaði sendiherra þar frá 1979 til 1993.[1]
Heiti
[breyta | breyta frumkóða]Eyjarnar draga nafn sitt af höfðanum Cap-Vert („Grænhöfða“) á strönd Senegals.[2] Nafn höfðans kemur upphaflega úr portúgölsku Cabo Verde. Portúgalskir sæfarar nefndu höfðann svo árið 1444, nokkrum árum áður en þeir uppgötvuðu eyjarnar.
Þann 24. október 2013 tilkynnti sendinefnd landsins hjá Sameinuðu þjóðunum að önnur lönd ættu ekki að nota þýðingar á heitinu Cabo Verde í opinberum samskiptum heldur ættu öll lönd að nota portúgalska heitið þar sem það væri opinbert heiti landsins á öllum tungumálum.[3][4]
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]Grænhöfðaeyjar eru í Atlantshafi, um 570 km undan strönd Vestur-Afríku. Strönd Senegal er næst þeim á meginlandinu. Þær eru milli 14. og 18. breiddargráðu norður og 22. og 26. lengdargráðu vestur.
Grænhöfðaeyjar eru tíu eyjar (níu byggðar) og átta smáeyjar sem liggja í hálfhring og skiptast í tvo eyjaklasa:
- Barlaventoeyjar („Kulborðseyjar“): Santo Antão, São Vicente, Santa Luzia, São Nicolau, Sal og Boa Vista
- Sotaventoeyjar („Hléborðseyjar“): Maio, Santiago, Fogo, Brava
Þrjár eyjanna, Sal, Boa Vista og Maio, eru flatar, sendnar og þurrar; en hinar eru klettóttari og grónari.
Eyjarnar eru 4.033 km2 að stærð og eru aðallega úr gosbergi með gosmyndunum og gjóskuseti. Gosberg og djúpberg eru basísk og eyjarnar eru bergfræðilega svipaðar öðrum makarónesískum eyjum í Atlantshafi.
Segultruflanir við eyjarnar benda til þess að undirstöður þeirra hafi myndast fyrir 125-150 milljón árum, en eyjarnar sjálfar eru 8-20 milljón ára gamlar.[5] Elstu klettarnir ofan sjávarborðs eru á Maio og norðurskaga Santiago, og eru 128-131 milljón ára gamalt bólstraberg. Gosvirkni á svæðinu hófst snemma á Míósen og náði hátindi sínum undir lok tímabilsins þegar eyjarnar náðu mestu stærð. Á sögulegum tíma hefur eldvirkni verið bundin við eyjuna Fogo.[6]
Stjórnsýsluskipting
[breyta | breyta frumkóða]Á Grænhöfðaeyjum eru 22 sveitarfélög (concelhos) sem skiptast í 32 sóknir (frequesias) frá nýlendutímanum:
Eyja | Sveitarfélag | Manntal 2010 [7] | Sókn |
Santo Antão | Ribeira Grande | 18.890 | Nossa Senhora do Rosário |
Nossa Senhora do Livramento | |||
Santo Crucifixo | |||
São Pedro Apóstolo | |||
Paúl | 6.997 | Santo António das Pombas | |
Porto Novo | 18.028 | São João Baptista | |
Santo André | |||
São Vicente | São Vicente | 76.140 | Nossa Senhora da Luz |
Santa Luzia | |||
São Nicolau | Ribeira Brava | 7.580 | Nossa Senhora da Lapa |
Nossa Senhora do Rosário | |||
Tarrafal de São Nicolau | 5.237 | São Francisco | |
Sal | Sal | 30.879 | Nossa Senhora das Dores |
Boa Vista | Boa Vista | 9.162 | Santa Isabel |
São João Baptista |
Eyja | Sveitarfélag | Manntal 2010 [7] | Sókn |
Maio | Maio | 6.952 | Nossa Senhora da Luz |
Santiago | Praia | 131.719 | Nossa Senhora da Graça |
São Domingos | 13.808 | Nossa Senhora da Luz | |
São Nicolau Tolentino | |||
Santa Catarina | 43.297 | Santa Catarina | |
São Salvador do Mundo | 8.677 | São Salvador do Mundo | |
Santa Cruz | 26.617 | Santiago Maior | |
São Lourenço dos Órgãos | 7.388 | São Lourenço dos Órgãos | |
Ribeira Grande de Santiago | 8.325 | Santíssimo Nome de Jesus | |
São João Baptista | |||
São Miguel | 15.648 | São Miguel Arcanjo | |
Tarrafal | 18.565 | Santo Amaro Abade | |
Fogo | São Filipe | 22.248 | São Lourenço |
Nossa Senhora da Conceição | |||
Santa Catarina do Fogo | 5.299 | Santa Catarina do Fogo | |
Mosteiros | 9.524 | Nossa Senhora da Ajuda | |
Brava | Brava | 6.952 | São João Baptista |
Nossa Senhora do Monte |
Íbúar
[breyta | breyta frumkóða]Tungumál
[breyta | breyta frumkóða]Portúgalska er opinbert tungumál á Grænhöfðaeyjum.[8] Hún er notuð í kennslu og stjórnsýslunni. Portúgalska er líka notuð í blöðum, sjónvarpi og útvarpi.
Kriolu er kreólamál sem byggist á portúgölsku og er notað sem talmál alls staðar á eyjunum. Kriolu er móðurmál nær allra íbúa Grænhöfðaeyja. Stjórnarskráin kveður á um að leitast skuli við að gera kriolu jafnhátt undir höfði og portúgölsku.[8] Þó nokkuð af bókmenntum á kriolu er til, sérstaklega á Santiago- og São Vicente-mállýskum. Mikilvægi kriolu hefur farið vaxandi eftir að landið fékk sjálfstæði frá Portúgal.
Ólíkar mállýskur á mismunandi eyjum hafa staðið í vegi fyrir stöðlun tungumálsins. Sumir hafa mælt með tveimur stöðlum: einum fyrir norðureyjarnar byggðum á São Vicente-mállýskunni, og einum fyrir suðureyjarnar, byggðum á Santiago-mállýskunni. Rithöfundurinn og ráðherrann Manuel Veiga hefur verið helsti talsmaður þess að staðla notkun kriolu.[9]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hermann Örn Ingólfsson og Jónas H. Haralz (2003). Ísland og þróunarlöndin. Utanríkisráðuneyti Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. desember 2021. Sótt 8. desember 2021.
- ↑ Lobban, p. 4 Geymt 25 janúar 2016 í Wayback Machine
- ↑ Tanya Basu (12. desember 2013). „Cape Verde Gets New Name: 5 Things to Know About How Maps Change“. National Geographic. Afrit af uppruna á 13. desember 2013. Sótt 12. desember 2013.
- ↑ „Cabo Verde põe fim à tradução da sua designação oficial“ [Cabo Verde puts an end to translation of its official designation] (portúgalska). Panapress. 31. október 2013. Afrit af uppruna á 17. desember 2013. Sótt 17. desember 2013.
- ↑ Pim et al., 2008, p.422
- ↑ Carracedo, Juan Carlos; Troll, Valentin R. (2021), „North-East Atlantic Islands: The Macaronesian Archipelagos“, Encyclopedia of Geology, Elsevier, bls. 674–699, doi:10.1016/b978-0-08-102908-4.00027-8, ISBN 978-0-08-102909-1, S2CID 226588940
- ↑ 7,0 7,1 Instituto Nacional de Estatistica.
- ↑ 8,0 8,1 „Constituição da República de Cabo Verde“ (PDF). ICRC, gagnagrunnur um mannréttindalög. Article 9. Afrit (PDF) af uppruna á 12. mars 2017. Sótt 11. mars 2017.
- ↑ Amado, Abel D. (2015), The Illegible State in Cape Verde: Language Policy and the Quality of Democracy, Boston University, a thesis submitted in partial fulfillment of the requirements for the degree of Doctor of Philosophy.