Gosberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraun er gosberg, Pico de Fogo eldfjall
QAPS línurit, gosberg

Gosberg er storkuberg, sem myndast þegar kvika brýst upp úr jarðskorpunni. Gosberg er fínkornótt, dílótt eða glerkennt berg, sem myndast hefur í eldgosi og storknað hratt. Gosberg getur verið súrt, sem merkir að hlutfall kísils (SiO2) í berginu sé hærra en 65% af þunga. Basískt gosberg, eins og t.d. basalt og blágrýti, hefur minna en 52% kísilinnihald, en ísúrt gosberg, t.d. andesít og íslandit, hefur hlutfall kísils milli 52-65%.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.