Furstadæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vaduz-höll er heimili furstans af Liechtenstein

Furstadæmi er yfirleitt fullvalda ríki sem fursti ríkir yfir. Stundum er orðið notað í yfirfærðri merkingu yfir lönd undir einvaldi sem er af lægri stigum en konungur, til dæmis stórhertoga. Stundum heyrir furstadæmi undir keisaradæmi að nafninu til þótt það sé sjálfstætt í reynd.

Einungis þrjú furstadæmi eru enn til í Evrópu: Mónakó, Andorra og Liechtenstein.

Furstadæmi er líka notað yfir landsvæði í Mið-Austurlöndum sem emír ríkir yfir. Dæmi um það eru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Katar og Kúveit.

Nokkur örríki gera tilkall til sjálfstæðis sem furstadæmi en eru ekki viðurkennd af alþjóðasamfélaginu, svo sem Sealand, Hutt River-furstadæmið í Ástralíu, Seborga á Ítalíu og Furstadæmið Mínerva í Suður-Kyrrahafi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.