Fara í innihald

Skjaldarmerki Andorra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skjaldarmerki Andorra í sinni núverandi mynd tók gildi 1969 en á skyld form sem ganga aldir til baka.

Skildinum er deilt upp í fjórar ferkantaðar myndir. Á myndinni uppi til vinstri sést páfahúfa með staf og vísar til biskupsins í Urgel. Uppi til hægri er mynd af 6 lóðréttum borðum í rauðum og gulum og vísar til greifans af Foix. Myndin niðri til vinstri hefur í allt 9 borða í aftur gulum og rauðum og vísar til Katalóníu. Myndin niðri til hægri hefur tvær kýr frá Béarn.

Undir myndunum fjórum er slagorð úr latínu Virtus Unita Fortior sem má þýða sem sameinuð í dyggð erum við sterk.