Fáni Andorra
Útlit


Núverandi fáni Andorra tók gildi 1866 og kom í stað eldri fána í aðeins tveimur litum. Fáninn er gerður upp af þremur lóðréttum borðum með bláum til vinstri við stöngina, gulum í miðjunni með ríkisskjaldarmerkinu og loks rauðum til hægri. Guli borðinn í miðjunni er ögn þykkari en hinir tveir til hliðanna og eru hlutföll 8:9:8.