Svetlana Alexievitsj

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Svetlana Alexievitsj
Святлана Алексіевіч
Svetlana Alexievitsj
Svetlana Alexievitsj árið 2013.
Fædd: 31. maí 1948 (1948-05-31) (73 ára)
Ivano-Frankivsk, Úkraínska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
Starf/staða:Blaðamaður, sagnfræðingur, rithöfundur
Þjóðerni:Hvítrússnesk
Undirskrift:Svetlana Alexijevich Autograph.jpg
Heimasíða:http://alexievich.info/indexEN.html

Svetlana Alexandrovna Alexievitsj (f. 31. maí 1948) er hvítrússneskur rannsóknarblaðamaður, rithöfundur og sagnfræðingur sem skrifar á rússnesku. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015 fyrir rit sín, sem að sögn dómnefndarinnar „lýsa þján­ing­um og um leið hug­rekki á okk­ar tím­um“.[1] Bækur hennar eru margar sagnfræðirit sem unnar eru upp úr viðtölum og öðrum munnlegum heimildum.

Alexievitsj er þekkt fyrir áhrifamiklar greinar sínar og prósa. Í þeim hefur hún skrifað um helstu stórviðburði í sögu Sovétríkjanna og Hvíta-Rússlands, meðal annars um kjarnorkuslysið í Tjernobyl og innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Á áttunda áratugnum byrjaði hún að taka upp viðtöl við konur sem gegndu herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni fyrir dagblað sem hún starfaði þá hjá. Upp úr viðtölunum vann hún bókina Hið ókvenlega andlit stríðsins. Hún fékk bókina ekki gefna út fyrr en árið 1985 þar sem hún fjallaði þar um ýmsar hörmungar og ódæðisverk þar sem stjórn Sovétríkjanna var í aðalhlutverki.

Alexievitsj hefur sætt ofsóknum í Hvíta-Rússlandi frá því að Alexander Lúkasjenkó tók þar við völdum eftir sjálfstæði ríkisins frá Sovétríkjunum.[1] Hún flúði landið árið 2000 og bjó í París og í Gautaborg til ársins 2011, en þá flutti hún aftur heim til Minsk.[2] Rit hennar eru ekki birt í Hvíta-Rússlandi en Alexievitsj hefur haldið áfram að gagnrýna Lúkasjenkó og hefur meðal annars líkt honum við Stalín.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Svetl­ana Al­ex­ievich hlýt­ur bók­mennta­verðlaun Nó­bels“. mbl.is. 8. október 2015. Sótt 31. október 2018.
  2. „Alexievich fær bókmenntaverðlaun Nóbels“. RÚV. 8. október 2015. Sótt 31. október 2018.
  3. „Hvítrússar kjósa þaulsætinn forseta“. RÚV. 11. október 2015. Sótt 31. október 2018.