Fara í innihald

Hálfkirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hálfkirkja var fyrr á öldum kirkja með minni skyldur en alkirkja. Upphaflega hefur líklega ekki verið gerður greinarmunur á kirkjum en á 14. öld var búið að flokka þær í alkirkjur, hálfkirkjur og bænhús.

Í alkirkjum var skylda að messa hvern helgan dag en í hálfkirkjum annan hvern helgidag til að byrja með og voru þær útkirkjur frá alkirkjum. Þar var ekki prestur, heldur var þeim þjónað frá sóknarkirkjunni. Margar þeirra voru aðeins fyrir heimafólkið á bænum þar sem þær stóðu og ef til vill nálægar hjáleigur en aðrar þjónuðu fáeinum bæjum. Ekki voru kirkjugarðar við allar hálfkirkjur og þar sem þeir voru til staðar voru þeir oft aðeins heimagrafreitir fyrir fjölskyldu bóndans.

Smám saman dró úr gildi hálfkirkja, messum fækkaði og kirkjugarðar við þær voru aflagðir. Um og upp úr siðaskiptum var mörgum þeirra breytt í bænhús eða þær aflagðar, en einnig var sumum alkirkjum breytt í hálfkirkjur. Flestar þeirra voru lagðar af á 18. öld eða fyrr.

  • Sigríður Sigurðardóttir: Kirkjur og bænhús í Skagafirði. Smárit Byggðasafns Skagfirðinga, 2008.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.