Víkurskarð
Víkurskarð er kafli á þjóðvegi 1 á milli Akureyrar og Húsavíkur sem liggur í um 325 m. hæð yfir sjávarmáli. Oft er ófært um Víkurskarð þegar snjóar mikið. Búið er að grafa jarðgöng, Vaðlaheiðargöng, sem þýðir að ekki þarf að keyra Víkurskarð til þess að ferðast í austurátt frá Akureyri.
Vegurinn um Víkurskarð var tekinn í notkun 1983 þótt vegagerðinni væri ekki að fullu lokið fyrr en 1986. Hann leysti af hólmi veginn yfir Vaðlaheiði, sem þekktur var fyrir fjölmargar beygjur og sveigjur og lá hæst í um 520 metra hæð. Þótti því Víkurskarðsvegurinn mikil samgöngubót á sínum tíma.