Miklibanki

Hnit: 45°14′13″N 50°59′21.2″V / 45.23694°N 50.989222°V / 45.23694; -50.989222
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Miklabanka

Miklibanki eða Miklugrunn er neðansjávarslétta út af Norður-Ameríkulandgrunninu suðaustan við Nýfundnaland. Sjór er tiltölulega grunnur (24-101 m) á bankanum. Þar mætast hlýr Golfstraumurinn að sunnan og kaldur Labradorstraumurinn að norðan. Blöndun þessara tveggja strauma verður til þess að lyfta næringarefnum upp að yfirborði sjávar sem skapar kjöraðstæður fyrir fiska. Miklibanki er því ein af auðugustu fiskimiðum heims. Þar veiðast meðal annars þorskur, ýsa, loðna og sverðfiskur. Á botninum finnast bæði hörpuskel og humar. Þar er líka að finna stóra hópa sjófugla eins og súlu og skrofu og sjávarspendýr á borð við seli og hvali.

Blöndun kaldsjávar og hlýsjávar skapar líka oft þoku á þessu svæði. Skipið Titanic sökk skammt sunnan við Miklabanka.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

45°14′13″N 50°59′21.2″V / 45.23694°N 50.989222°V / 45.23694; -50.989222