Sankti Pierre og Miquelon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Saint-Pierre og Miquelon)
Stökkva á: flakk, leita
Saint-Pierre et Miquelon
Fáni Sankti Pierre og Miquelon Skjaldamerki Sankti Pierre og Miquelon
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„A mare labor (Atvinna, af hafi)“
Staðsetning Sankti Pierre og Miquelon
Höfuðborg Saint-Pierre
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Lýðveldi
Stéphane Artano
Patrice Latron
franskt samfélag handan hafs
 - Franskt tilkall 1536 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
214. sæti
242 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
233. sæti
6.080
25/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2004
0,161131 millj. dala (*. sæti)
26.073 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill evra (EUR)
Tímabelti UTC-3
Þjóðarlén .pm
Landsnúmer 508
Landslag á Sankti Pierre og Miquelon

Sankti Pierre og Miquelon (franska: Saint-Pierre-et-Miquelon) eru nokkrar litlar eyjar sem eru undir frönsku yfirráðasvæði handan hafsins og eru undan strönd Nýfundnalands við Kanada. Eyjarnar eru það eina sem eftir er af nýlendunni Nýja Frakklandi. Franskir og baskneskir fiskimenn námu þar land snemma á 16. öld og notuðu sem miðstöð fyrir þorskveiðar í Norður-Atlantshafi, nokkru áður en Jacques Cartier kom þangað 1536.

Eyjarnar eru í mynni Fortune-flóa við suðurströnd Nýfundnalands rétt hjá Miklabanka þar sem eru auðug fiskimið. Aðalútflutningsvörur eyjanna eru fiskur, humar og fiskafurðir. Efnahagslífið hefur dregist saman vegna minnkandi fiskistofna og takmarkana á fiskveiðum í lögsögu Kanada frá 1992.

Íbúar voru 6.080 í manntali sem gert var árið 2011. Þar af bjuggu 5.456 á Saint-Pierre og 624 á Miquelon-Langlade. Nær allir tala frönsku sem er líkari evrópskri frönsku en kanadískri frönsku. Baskneska var áður töluð af fólki af baskneskum uppruna en notkun hennar lagðist af seint á 6. áratug 20. aldar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.