Stórhyrningur
Útlit
Stórhyrningur eða klettafjallasauður (fræðiheiti: Ovis canadensis) er tegund af villtu sauðfé sem býr í fjalllendi í vestanverðri Norður-Ameríku. Líklega lifði stórhyrningur í austanverðri Asíu, en flutti sig um set á kuldaskeiði til Norður-Ameríku og lifir þar enn. [1].
Stórhyrningar lifa í stórum hjörðum og eru án forystusauðs. Horn stórhyrnings getur vegið 14 kíló og karldýrin berjast innbyrðis með þeim til að fá aðgang að kindunum.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi. Örn og Örlygur. 1984.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni? Vísindavefur. Skoðað 16. janúar 2016.