Elri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Elri
Blöð á Gráelri (Alnus incana)
Blöð á Gráelri (Alnus incana)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Alnus
Mill.
Útbreiðsla elris
Útbreiðsla elris
Tegundir

Um 20-30 tegundir

Elri [1] eða ölur (fræðiheiti: Alnus) er ættkvísl blómplantna af birkiætt (Betulaceae). Í ættkvíslinni eru um 30 tegundir af trjám og runnum. Elri hefur aðallega útbreiðslu á norðurhveli en til eru elritegundir við Andesfjöll og í Suður-Asíu.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið elri eða ölur er af er upprunnið úr forngermönsku rótinni[2] aliso og aluz. Ættkvíslarheitið Alnus er gamalt latneskt heiti yfir elri. Bæði latínuheitið og germanska heitið koma úr frum-indóevrópsku rótinni el-, í merkingunni "rauður" eða "brúnn", sem er einnig er rótin fyrir orðin elgur og álmur.[3] Beyging heitisins ölur á íslensku er í eintölu: nf. ölur, þf. ölur, þgf. ölri ef. ölurs.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Elri beislar næringarefnið nitur úr andrúmsloftinu með hjálp rótargerla við ræturnar. Elritegundir eru landnemaplöntur og geta því hentað vel til landgræðslu. Hérlendis hefur einkum sitkaelri verið reynt í landgræðslu.

Tegundir sem reyndar hafa verið á Íslandi eru m.a.:

 • Gráelri (Alnus incana): Evrópsk tegund sem vex allt að norður-Noregi. Einstofna tré með breiða krónu.
 • Blæelri (Alnus incana subsp. tenuifolia): Norður-amerísk undirtegund gráelris.
 • Sitkaelri (Alnus viridis subsp. sinuata): Runnkennt og margstofna tré, ættað frá vesturströnd Ameríku.
 • Svartelri/Rauðelri (Alnus glutinosa): Evrópsk tegund. Þrífst á blautum svæðum.
 • Ryðelri (Alnus rubra)[4]: Norður-amerísk tegund. Stórvaxnasta elritegundin. Verður allt að 20-30 metra hátt tré.
Reklar á elri í maí 2008 í Grasagarði Reykjavíkur.
Gráelri í Grasagarði Reykjavíkur

Þessar tegundir þrífast vel á Íslandi og á rýru land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn stendur hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin.[5]

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Ættkvíslin skiptist í þrjár undirættkvíslir (subgenera):

Subgenus Alnus:

Blöð á Alnus incana subsp. rugosa
 • Alnus rhombifolia Nutt. — Bandaríkin (Kalifornía, Nevada, Oregon, Washington, Idaho, Montana)
 • Alnus rubra Bong. — Ryðölur - N-Ameríka (Alaska, Yukon, Breska Kólumbía, Kalifornía, Oregon, Washington, Idaho, Montana.)
 • Alnus serrulata (Aiton) Willd. — Sagölur - austur N-Ameríka
Blöð á Alnus serrulata

Subgenus Clethropsis.

Subgenus Alnobetula.

Grænelri (Alnus viridis)
Óvíst með undirætt

Blendingar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
 2. http://www.etymonline.com/index.php?term=alder&allowed_in_frame=0
 3. http://www.etymonline.com/index.php?term=elk&allowed_in_frame=0
 4. Elritegundir Geymt 2017-10-27 í Wayback Machine Skógræktin. Skoðað 18. janúar, 2016.
 5. Elri gæti komið í stað lúpínu. Vísir. Skoðað 27. maí, 2016.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.