Elri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Elri
Blöð á Gráelri (Alnus incana)
Blöð á Gráelri (Alnus incana)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykiættbálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Alnus
Mill.
Tegundir

Um 20-30 tegundir

Elri [1](fræðiheiti: Alnus) er ættkvísl blómplantna af birkiætt. Í ættkvíslinni eru um 30 tegundir af trjám og runnum. Elri hefur aðallega útbreiðslu á norðurhveli en til eru elritegundir við Andesfjöll og í Suður-Asíu.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Elri hefur verið notað sem landgræðsluplanta á Íslandi. Það býr til næringarefnið nitur með hjálp rótargerla við ræturnar.

Tegundir sem reyndar hafa verið á Íslandi eru m.a. :

  • Gráelri (Alnus incana): Evrópsk tegund sem vex allt að norður-Noregi. Einstofna tré með breiða krónu.
  • Blæelri (Alnus incana subsp. tenuifolia): Norður-amerísk tegund skyld gráelri.
  • Sitkaelri (Alnus viridis subsp. sinuata): Runnkennt og margstofna tré, ættað frá vesturströnd Ameríku.
  • Svartelri/Rauðelri (Alnus glutinosa): Evrópsk tegund
  • Ryðelri (Alnus rubra)[2]: Norður-amerísk tegund. Stórvaxnasta elritegundin. Verður allt að 20-30 metra hátt tré.
Úbreiðsla elris í heiminum.
Reklar á elri í maí 2008 í Grasagarði Reykjavíkur.
Gráelri í Grasagarði Reykjavíkur

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Beyginarlýsing íslensks nútímamáls
  2. Elritegundir Skógrækt ríkisins. Skoðað 18. janúar, 2016.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.