Forsíða
60.249 greinar á íslensku.
Neymar
Neymar er brasilískur knattspyrnumaður sem leikur stöðu sóknarmanns fyrir Santos FC og brasilíska landsliðið. Neymar hefur einnig spilað fyrir spænska liðið FC Barcelona, parísarliðið Paris Saint-Germain og sádi-arabíska liðið Al Hilal. Hann er þekktur fyrir að vera afkastamikill markaskorari og lipur knattreki. Hann er almennt talinn vera einn besti knattspyrnumaður heims og besti brasilíski leikmaður sinnar kynslóðar.
Þegar Neymar var nítján ára vann hann verðlaun sem besti suður-ameríski leikmaðurinn árið 2011, eftir að hafa lent í 3. sæti árið 2010. Neymar var tilnefndur til FIFA-gullknattarins, þar sem hann lenti í 10. sæti, og Puskás-verðlaunanna FIFA sem hann vann. Honum hefur verið líkt við samlanda sinn Pelé, brasilíska knattspyrnugoðsögn, en árið 2023 sló Neymar markamet Pelé fyrir landsliðið með 79 landsliðsmörk, tveimur meira en Pelé. Hann varð einnig dýrasti knattspyrnumaður allra tíma árið 2017 þegar Paris Saint-Germain keypti hann fyrir 222 milljónir evra.
Vissir þú...

- … að Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, var á lista BBC yfir 100 áhrifamestu konur heims árið 2024?
- … að kalífinn Uthman ibn Affan lét safna saman staðlaðri útgáfu af Kóraninum sem enn er í notkun í dag og lét eyðileggja allar eldri útgáfur af bókinni?
- … að þýski rithöfundurinn Johann Wolfgang von Goethe var meðlimur í leynifélaginu Illuminati (sjá merki reglunnar á myndinni)?
- … að hugtakið in medias res, sem á við það þegar frásögn hefst „í miðjum klíðum“ í staðinn fyrir að byrja á byrjuninni, kemur fyrst fram í ritinu Ars poetica eftir Hóratíus (um 13 f.Kr.)?
- … að fyrstu geislaspilararnir komu á markað árið 1982?
Fréttir

- 13. júní: Ísrael gerir loftárásir á kjarnorkuver og herforingja í Íran (sjá mynd).
- 3. júní:
- Lee Jae-myung er kjörinn forseti Suður-Kóreu.
- Ríkisstjórn Hollands springur eftir að Geert Wilders dregur stuðning sinn við hana til baka.
- 1. júní: Karol Nawrocki er kjörinn forseti Póllands.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Violeta Chamorro (14. júní) • Brian Wilson (11. júní) • Orri Harðarson (7. júní)
20. júní
- 1991 - Þýska þingið ákvað að flytja stjórnarsetur landsins til Berlínar frá Bonn.
- 1992 - Eistland tók upp krónu í staðinn fyrir sovésku rúbluna.
- 1995 - Olíufyrirtækið Royal Dutch Shell lét undan þrýstingi og hætti við að sökkva olíuborpallinum Brent Spar.
- 1996 - Þúsundir stuðningsmanna Megawati Sukarnoputri tókust á við lögreglu í Jakarta í Indónesíu.
- 2001 - Andrea Yates, sem þjáðist af fæðingarþunglyndi, drekkti 5 börnum sínum til að bjarga þeim frá Satan.
- 2001 - Herforinginn Pervez Musharraf skipaði sjálfan sig forseta Pakistan.
- 2003 - Samtökin Wikimedia voru stofnuð.
- 2019 – Xi Jinping, forseti Kína, fór í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu.
- 2023 - Petteri Orpo tók við embætti forsætisráðherra Finnlands.
- 2023 - Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stöðvaði tímabundið veiðar á langreyðum, eða fram til 31. ágúst.
Systurverkefni
|