Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Main Page)
Stökkva á: flakk, leita

Velkomin á Wikipediu

 

Blá stjarna Handbók

Blá stjarna Gæðagreinar / Gyllt stjarna Úrvalsgreinar

Blá stjarna Kynning fyrir byrjendur

tvær fígúrur Potturinn

tvær fígúrur Wikipedia-hittingur

Skrifblokk Samvinna mánaðarins

Hér geta allir tekið þátt í að byggja upp ítarlegt alfræðirit á íslensku.
Hin íslenska Wikipedia fór í gang 5. desember 2003 og telur núna 41.946 greinar.

Grein mánaðarins
Réttindabyltingin

Réttindabyltingin er markvert tímabil í sögu Bandaríkjanna og bandarískri stjórnmálasögu sem hófst á sjötta áratug 20. aldar. Upphaf tímabilsins má rekja til ársins 1954, þegar dómur Hæstaréttar féll í máli Brown v. Board of Education. Með dómnum var staðfest að aðskilnaðarstefnan sem hafði viðgengist innan skóla og opinberra stofnana, sérstaklega í Suðurríkjunum, væri brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómurinn markaði afgerandi stefnubreytingu Hæstaréttar, setti kynþáttamisrétti undir smásjána, mannréttindi í forgrunn umræðunnar og leiddi til þess að lögbundin aðskilnaðarstefna var endanlega afnumin.

Hæstiréttur staðfesti stefnubreytinguna með því að taka fyrir fjölmörg sambærileg mál, meðal annarra mál Monroe v. Pape árið 1961, sem undirdómstig höfðu hafnað. Málið snerist um ofbeldi lögregluþjóna gegn fjölskyldu blökkumanna, en afar sjaldgæft var á þessum árum að slík mál kæmu fyrir æðstu dómstig. Fordæmið tryggði framgang sambærilegra mála sem einkenndust af því að opinberir aðilar virtu ekki stjórnarskrárvarin réttindi einstaklingsins. Með þessum breyttu áherslum Hæstaréttar var vernd stjórnarskrárinnar útvíkkuð og minnihlutahópum veitt réttindi til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra þjóðfélagshópa.

Fyrri mánuðir: TitanicBeyoncéBertrand Russell
Eldri greinarTilnefna grein mánaðarins
Sjá hvað fleira gerðist 24. febrúar
Mynd dagsins

Catedrales de Tara, Chile, 2016-02-07, DD 57-60 PAN.JPG

„Taradómkirkjurnar“, klettamyndun í Atacamaeyðimörkinni í Chile.

Bókahjól
  • … að bókahjól (sjá mynd) er bókahirsla sem snýst til að hægt sé að lesa margar þungar bækur?
  • … að Stóra-Saltvatn í Utah í Bandaríkjunum er stærsta saltvatn á vesturhveli jarðar?
  • … að einn af tökustöðum bandarísku kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story er að finna á Mýrdalssandi?
  • … að rúmmál Loch Ness í Skotlandi er meira en nokkurs annars stöðuvatns á Bretlandseyjum?
  • … að bandaríski tækniháskólinn MIT hefur frá 2001 boðið upp á opin námskeið og námsefni á netinu undir heitinu OpenCourseWare?
  • … að hokinhali er þorskfiskur af langhalaætt sem lifir í kringum Nýja-Sjáland og við suðurströnd Ástralíu?
Efnisyfirlit


Systurverkefni  Wikimedia Foundation hýsir einnig önnur verkefni: