Spjall:Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

ATH: Þessi síða er ætluð til umræðna sem tengjast forsíðunni beint, útliti hennar og efni, almennar umræður um Wikipediu eiga ekki heima hér heldur í Pottinum.


Skjalasöfn


Endurhönnun á forsíðunni[breyta frumkóða]

Þetta flokkaefnisval er ekki nógu gott. Ég er t.d. búinn að vera gera mikið af skordýragreinum og til að komast í þær þarf að fara:

Flokkur:Dýrafræði -> Flokkur:Dýr -> Flokkur:Liðdýr -> Flokkur:Skordýr

Á meðan eru tómir flokkar eins og Flokkur:Fjarskiptatækni á forsíðunni.

Svo eru síður eins og Gátt:Raunvísindi sem Cessator er búinn að vera halda við sem eru mjög nytsamlegar en alls ekkert tengt í.

Síðast þegar við fórum í endurhönnun á þessari forsíðu var tekið út fullt af efni sem enginn var að halda við. Ég legg til að það sama verði gert aftur:

 • Meiri áhersla verði lögð á síður sem er haldið við og beina notandanum eitthvað eins og Gátt:Raunvísindi. Það eru líka fullt af greinum þar sem eru óskrifaðar og höfða til lesenda með áhuga á raunvísindum.
 • Flokkar sem er tengt í hafi einhvern texta (eins og t.d. Flokkur:Vogvængjur) og séu ekki bara tómar skelar.
 • Forsíðan sé þverskurður af því efni sem er til á Wikipedia, ekki því sem við vildum að væri til (allur Stjórnmál og samfélagið flokkurinn er gott dæmi).

--Ævar Arnfjörð Bjarmason 13. mars 2008 kl. 18:46 (UTC)

Já ég er sammála því að það sé betra að stytta leið fólks að því efni sem við höfum frekar en að flagga nánast tómum flokkum. --Bjarki 13. mars 2008 kl. 22:24 (UTC)
Ég er sammála því að hafa ekki tóma flokka. Ekki bara að tengja ekki í þá á forsíðunni, þeir ættu bara helst ekki að vera til fyrr en það er komið eitthvað í þá. Hvað varðar flokkinn Flokkur:Fjarskiptatækni, þá er núna einn undirflokkur í honum, þ.e. Flokkur:Fjarskipti, og hann er líka kominn í flokka sem eru til (Flokkur:Tækni og Flokkur:Hagnýtt vísindi í stað Flokkur:Tækni og hagnýt vísindi). En það er samt rétt að það er ekki endilega heppilegasti flokkurinn til að tengja í á forsíðunni, þ.e. flokkur með einungis einn undirflokk. Áður en við förum í að fjarlægja flokka væri samt gott að athuga hverjum er „bjargandi“. --Cessator 13. mars 2008 kl. 23:17 (UTC)
Hvað gáttirnar varðar þá er ég sammála því að það mætti hafa einhvern tengil á þær. Þær geta mögulega verið eins og ítarlegri forsíða að ákveðnum hluta alfræðiritsins þar sem hægt er að koma að miklu meira um það efni en á almennu forsíðunni; og í leiðinni samstarfsvettvangur (eins og samvinna mánaðarins sem afmarkast af viðfangsefni frekar en tíma) og gætu þannig virkað hvetjandi. Það mætti hugsanlega koma upp fleiri slíkum gáttum en ég held að það séu mistök að hafa of afmarkað efni (t.d. Gátt:Kasakstan). Það er heppilegra að byrja á víðara viðfangsefni. Gátt:Landafræði gæti komið til greina til að halda utan um landafræðilegt efni í alfræðiritinu og hvað á eftir að gera í þeim efnum. Gátt:Dýr kæmi líka til greina. Ég er kannski kominn út fyrir efnið. Alla vega, það væri hægt að setja tengil á forsíðuna sem tengir í lista yfir allar gáttir, t.d. á milli tenglanna „Samvinna mánaðarins“ og „gæðagreinar“ efst á síðunni, eða koma aðeinhvers konar yfirliti yfir gáttirnar á svipaðan hátt og Stjórnmál og samfélagið gefur yfirlit yfir helstu flokka um samfélagsleg efni og Menning og listir gefur yfirlit yfir helstu flokka um þau efni. --Cessator 14. mars 2008 kl. 00:23 (UTC)
Þetta er alls ekki út fyrir efnið og hljómar mjög vel. Ég er sammála því að gáttir þurfa að vera almennar svo eitthvað líf sé í þeim. Það er líka sniðugt að hafa gáttir hér eins og nokkurs konar sameiningu af Portal og Wikiproject á ensku. T.d. er ég mikið að vinna í einhverju sem gæti farið á Gátt:Líf og væri þar hægt að hafa verkefnalista og tengla í verkefni sem þarf að inna, t.d. verkefnalistann hennar Jónu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14. mars 2008 kl. 02:04 (UTC)

Hvað með eitthvað svona, nema með almennilegu útliti. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 11:27 (UTC)

Ekki vitlaust, en nú verður forsíðan heldur stór (sérstaklega fyrir þá sem eru með litla upplausn), þannig að það mætti gjarnan henda eins og 50% af flokkunum út til að minnka þann kassa. — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 11:30 (UTC)
Væri örruglega betra að koma þessu í Velkomin á Wikipediu kassann fyrir neðan tenglana á samvinnu mánaðarins, úrvalsgreinar o.s.f. Tæki ekki mikið pláss þar.
En jú, það má grysja þetta efnisyfirlit (sjá Sniðaspjall:Efnisyfirlit. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 11:47 (UTC)
Þetta til hægri í efsta kassanum (menning, tækni...) mætti missa sín, getum komið á móts við það bæði með efnisyfirlitinu og gáttunum. Óþarfa endurtekning finnst mér. — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 11:50 (UTC)
Já, hvað með að nota það svæði fyrir tengla á gáttirnar og gera það aðeins ljósara hvað um ræðir? Gáttirnar eru í raun aðrar forsíður og mest vit í að hafa þær vel aðgengilegar. Svo erum við ekki að láta forsíðuna taka meira pláss með því að gera þetta svona.
Ef þessir flokkar sem eru þarna núna eru svona mikilvægir væri nær að gera þá meira áberandi í efnisyfirlitinu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 12:45 (UTC)
Ég veit satt að segja hvort sé rétt að setja gáttirnar svona ofarlega. Þær eru sannarlega fínar en ansi fáar. — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 12:51 (UTC)
Ég setti dæmi um þetta hérna. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 12:56 (UTC)
Mér finnst þetta prýðileg tillaga. Ég hika samt við að minnka efnisyfirlitið; það væri kannski hægt að sameina Menning og list, Maðurinn, tómstundir og dægurmál og trúarbrögð og siðir og þá væri hægt að minnka yfirlitið um eina línu. Ég hef líka aldrei alveg skilið þá skiptingu, því tómstundir og dægurmál eru jú menning og til menningar teljast reyndar trúarbrögð og siðir líka. Hér er ein möguleg lausn. --Cessator 19. mars 2008 kl. 11:54 (UTC)
Má ég grisja? — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 11:55 (UTC)
Gjörðu svo vel :) --Cessator 19. mars 2008 kl. 12:01 (UTC)
Ekkert víst að þetta sé betra en smá samantekt á breytingunni:
 • ljósmyndun er í upplýsingatækni
 • missti mig aðeins í trúarbrögðum, fannst þetta full margir flokkar og þannig brenglast áherslurnar dálítið
 • landafræði er í náttúruvísindi og stærðfræði
 • mætti sleppa málfræði, það heyrir undir málvísindi
En já... Nú eru punktalínurnar í sömu hæð í minni upplausn :) — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 12:36 (UTC)
Svona hefði ég líka grisjað. Mín vegna má málfræðin líka hverfa en hún er samt býsna þybbinn flokkur og er ekki fyrir. --Cessator 19. mars 2008 kl. 12:49 (UTC)
Þú skildir að vísu búddisma eftir, spurning hvort hann fjúki ekki eins og hin trúarbrögðin? Svo er spurning með flokkinn flokkur:Næring; hann passar ekki inn í hópinn Menning — flytja hann í náttúruvísindahópinn eða bara fjarlægja hann? --Cessator 19. mars 2008 kl. 12:54 (UTC)
Búddisminn ætti að fara eins og hin trúarbrögðin. Næring passar ekki beint í matur og drykkur, ætli hann heyri ekki bara undir líffræði...og megi þá fjúka líka. — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 12:56 (UTC)
Tók út búddisma og næringu, prófaði að setja grunnflokkana (tækni, vísindi, náttúran og samfélagið) inn í efnisyfirlitið (menning og stubbar voru þar fyrir) þannig að þá þarf ekki að hafa þessa flokka þarna efst uppi til hægri. --Cessator 19. mars 2008 kl. 13:04 (UTC)
Hvað með að hafa yfirskriftirnar sem tengla, þá sleppum við einn flokk í hverjum kafla... — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 13:09 (UTC)
Í sumum tilvikum, eins og t.d. Menning dettur tengill klárlega út. Og eins verður óþarft að hafa tengla í flokkur:Samfélagið og flokkur:Stjórnmál. Ég er efins um að það sé gott að tengja í félagsfræði þar sem segir félagsvísindi og í vísindi þar sem segir náttúruvísindi (af því að við eigum þann góða flokk flokkur:Náttúruvísindi). Svo er líka afar freistandi að hafa stærðfræðina áfram við hlið hinna vísindagreinanna. --Cessator 19. mars 2008 kl. 13:17 (UTC)
Mér líst best á að hafa gáttirnar í ramma eins og hérna og þá með mynd fyrir hverja um sig. Ég er persónulega á því að sex yfirflokkar í hausnum séu betri en þetta flokkakerfi þarna niðri sem mín vegna mætti alveg fara... --Akigka 19. mars 2008 kl. 13:03 (UTC)
Mér finnst alger óþarfi að hafa stubba-flokkinn svona ofarlega... Á bara heima í samfélagsgáttinn eða eitthvað. — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 13:09 (UTC)
Sammála því að taka út efnisyfirlitið, svo væri hægt að minnka þennan systurverkefnakassa svo forsíðan komist á eina síðu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 13:11 (UTC)
Ha, taka efnisyfirlitið út? Var einhver að ræða um það? --Cessator 19. mars 2008 kl. 13:18 (UTC)
Já, Akigka er víst þeirrar skoðunar. Hm.. mér líst illa á það. Vil frekar reyna að grisja. --Cessator 19. mars 2008 kl. 13:20 (UTC)
Mér finnst mun nær að gera flokkakerfið sjálft aðgengilegra og tengja þá í færri yfirflokka sem svo sjái um að beina notandanum lengra svona almennt séð. Annars getur vel verið að hægt sé að lappa upp á þetta efnisyfirlit þannig hæft verði að hafa það þarna. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 13:27 (UTC)
Vandinn við að hafa bara mjög basic flokka er að þá þarf lesandinn að fara svo langa leið að ýmsu og kannski líkur á að hann villist hreinlega. Hér er tillaga að minna efnisyfirliti. Betra (vonandi) en núverandi átta hópa yfirlit en um leið betra en að hafa ekkert yfirlit. --Cessator 19. mars 2008 kl. 13:32 (UTC)
Settu þetta endilega inn í stað núverandi efnisyfirlits. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 13:37 (UTC)
Komið. Ef ekki allir eru sáttir, nú þá er bara um að gera að kvarta ...eða breyta. --Cessator 19. mars 2008 kl. 13:44 (UTC)

Hvaðan kemur þetta tungutak?[breyta frumkóða]

líf eins og það þekkist í dag???? erum við orðin ensk?--85.220.93.30 18. mars 2008 kl. 12:45 (UTC)

Sumir notendur "beinþýða" því miður. --Stalfur 18. mars 2008 kl. 13:34 (UTC)
{{sofixit}} --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. mars 2008 kl. 15:00 (UTC)

Tenglar í „Frændverkefni“[breyta frumkóða]

Við erum með tengla í systurverkefni Wikipedia sem Wikimedia hýsir en hvað finnst ykkur um að tengja einnig í einhver valin „frændverkefni“ sem eru önnur wiki verkefni sem viðkoma Íslandi eða íslensku en eru ekki á vegum Wikimedia foundation?

Ég hafði þá sérstaklega í huga að tengja í OpenStreetMap sem er með vaxandi kort af Íslandi, á tilraunaforsíðu minni sést hugmynd að þessu.

Ég sé enga ástæðu til að vera auglýsa Wikimedia verkefni eitthvað sérstaklega á kostnað annara verkefna sem eru alveg jafn tengd þó þau séu ekki undir vendarvæng sama fyrirtækis í Bandaríkjunum. Hvað finnst ykkur? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 25. ágúst 2008 kl. 19:29 (UTC)

Mér líst vel á þetta. OSM er t.d. mun líflegra en önnur verkefni sem tengt er í á forsíðunni eins og hún er núna (því miður fyrir þau verkefni, því þau ættu auðvitað að vera í fullu fjöri, svo maður vitni nú í taxoboxin ;)... ). Eitt þó, frændverkefnin mega ekki skilja að WMF-verkefnin, þ.e.a.s. „Wikipedia á öðrum tungumálum“-tengillinn er dálítið kjánalegur svona neðst og einn í heiminum. — Jóna Þórunn 25. ágúst 2008 kl. 19:47 (UTC)
Ég er svona semi sammála þessu. Þetta má bara ekki ganga of langt. Og mér finnst ekki að það ætti að blanda þeim saman. --Steinninn 13. maí 2009 kl. 01:10 (UTC)

Síðutitill efst[breyta frumkóða]

Hvernig losnar maður við síðutitilinn ("Forsíða") efst í greininni? Ég tek eftir því að flestar aðrar Wikipediur eru ekki með þennan titil á forsíðunni... --Akigka 27. ágúst 2009 kl. 11:22 (UTC)

Sé að þetta gildir aðeins fyrir 'Vector' sniðið, en hvorki common.css né vector.css virðast breyta þessu neitt. --Akigka 27. ágúst 2009 kl. 11:30 (UTC)

Eyjafjallajökull pronunciation help[breyta frumkóða]

Google Translate Yfirlit: Kjánalegur enskumælandi langar að vita hvernig á að segja "Eyjafjallajökull".

I deeply apologize if this is the wrong place to ask, but I can't read Icelandic to find the proper page :). Given the recent eruption, there is currently interest in the "proper" pronunciation of Eyjafjallajökull over at the English Wikipedia (http://en.wikipedia.org/wiki/Eyjafjallaj%C3%B6kull) - and throughout the English speaking world. I have now heard the Wikipedia sound file used in several locations to show the proper pronunciation, but the current sound file seems to be said quickly and causally, and doesn't match the text-based representations of the pronunciation (there are too few syllables). Could a native speaker of Icelandic please help us poor English speakers with a better pronunciation guide? -- 174.24.208.192 17. apríl 2010 kl. 18:20 (UTC)

[breyta frumkóða]

Wikipedia-logo-v2-is.png

Why don't Iceland Wiki change the logo to the new version? EUvin 16. nóvember 2010 kl. 18:15 (UTC)

Ehh... I see that your new logo is ready. You only need to change it. --Amir E. Aharoni 9. mars 2011 kl. 11:25 (UTC)

Aðstoð vegna einka verkefni[breyta frumkóða]

Þú vinnur á pósthús? Þú hefur áhuga á þessu málefni? Síðan sem þú líta vinsamlegast á þetta hlið!

Takk og margar kveðjur --Hardcore-Mike 19. febrúar 2011 kl. 01:00 (UTC)

Athugasemd: Einnig þessari spurningu má einnig flutt á hentugan helstu vefgáttinni. --Hardcore-Mike 19. febrúar 2011 kl. 01:21 (UTC)
Afsakið mig: Enginn hér hefur áhuga á þessu umræðuefni? --Hardcore-Mike 7. mars 2011 kl. 17:26 (UTC)
Ég held að það skilji bara enginn hvað þú ert að reyna að segja. --Cessator 7. mars 2011 kl. 17:48 (UTC)
 • Hann er að tala um verkefni sem er ekki tengt wikipedia. Hann langar að fá þýðingar á svörum pósthússins þegar sent er bréf sem berast ekki. Dæmi um þetta eru áframsendingar, endursendingar, röng heimilisföng, o.s.frv.--Snaevar 7. mars 2011 kl. 18:01 (UTC)
My answer in English: Exactly! Snaevar has exactly described my problem. Thanks! --Hardcore-Mike 7. mars 2011 kl. 18:19 (UTC)

Wikipedia in Tatar[breyta frumkóða]

Dear friends, may I ask you to add a hyperlink to our Tatar Wikipedia (http://tt.wikipedia.org) to yourr Front page. Tatars - are turkic nation living in Tatarstan Republic, second biggest nation in Russian Federation. hope to hear from you soon. sincerely yours, Muhtac 20. mars 2011 kl. 20:58 (UTC)

Article requests[breyta frumkóða]

Fært á Wikipedia:Beiðnir um greinar#Fólk --Snaevar (spjall) 28. apríl 2012 kl. 16:05 (UTC)

Margétt Sverrisdóttir leikona[breyta frumkóða]

Fært á Spjall:Stundin okkar --Snaevar (spjall) 28. apríl 2012 kl. 15:56 (UTC)

Breytingará forsíðunni[breyta frumkóða]

Hún lítur eitthvað skringilega út í Firefox... --Akigka (spjall) 5. maí 2012 kl. 12:57 (UTC)

Ég sé ekkert skringilegt. Hvað er það sem lítur undarlega út? --Cessator (spjall) 5. maí 2012 kl. 13:38 (UTC)
Aðallega tvennt (ég er með fartölvu og ubuntu): Efst við hliðina á "spjall"-flipanum er orðið "Forsíða" í miklu stærra letri en "Spjall" þar við hliðina. Svo dettur "Sjá hvað gerðist 5. maí" undir grein mánaðarins (á milli hennar og "Aðrir mánuðir" o.s.frv.) í staðinn fyrir að vera undir Atburðaboxinu. --Akigka (spjall) 5. maí 2012 kl. 13:52 (UTC)
Þetta er líka svona á Chromium. Það er eins og lengdin á Atburðaboxinu ýti neðstu röndinni til vinstri. --89.160.129.44 5. maí 2012 kl. 13:54 (UTC)
Þetta er ennþá í einhverju rugli. Á mínum skjá (sem er að vísu frekar breiður) flýtur núna borðinn sem á að vera undir grein mánaðarins undir atburðum dagsins (milli þess kassa og borðans sem á að vera undir atburðum dagsins). Að auki eru báðir borðarnir styttri en boxin fyrir ofan. --Akigka (spjall) 9. maí 2012 kl. 13:03 (UTC)
Forsíðu flipinn hefur verið of stór lengi. Það er búið að breyta Grein mánaðarins á forsíðunni. Borðinn sem á að vera undir grein mánaðarins ætti að vera þar núna og allir borðar jafnstórir og boxin. Ég hef hinsvegar ekki hugmynd afhverju forsíðuflipinn er of stór, þarf eflaust að athuga það.--Snaevar (spjall) 9. maí 2012 kl. 17:18 (UTC)

Endurhönnun[breyta frumkóða]

Hérna eru tillögur að endurhönnun á forsíðu en:wp. Ath. sérstaklega Pretzels/Mono/Nouill etc. --Akigka (spjall) 24. október 2012 kl. 20:29 (UTC)

Finnst þetta samt allt enn of 'busy' eitthvað. Of mikið af upplýsingum í sömu sjónhendingu. --Akigka (spjall) 24. október 2012 kl. 20:41 (UTC)
Þessi er best. :) Það varð ekkert úr þessu ferli hjá þeim á enskunni þannig að pastellitirnir ráða áfram á forsíðunni. --Bjarki (spjall) 28. janúar 2013 kl. 07:09 (UTC)

Tillaga að endurhönnun[breyta frumkóða]

Ég er búinn að búa til tillögu að nýrri forsíðu á Notandi:Snaevar/Forsíða.--Snaevar (spjall) 25. október 2012 kl. 01:09 (UTC)

Lýst mjög vel á þessa hönnun. Stílhrein, en ég myndi vilja sjá kassana ekki renna saman við hvorn annan. Hjá mér rennur kassinn utan um grein mánaðarins saman við mynd dagsins, þarna finnst mér að þurfi að vera bil á milli. Eins rennur vissir þú kassinn saman við kassann utan um systurverkefnin. Líka finnst mér að bakgrunnurinn bak við myndina ætti að vera hvítur eins og í hinum kössunum því annars stelur hann óeðlilega mikilli athygli sem og að hausinn rennur saman við þar sem hann er í sama lit. Kanski óþarfa smámunasemi, en ég hef unnið við vefhönnun í bráðum 20 ár og hef alltaf þótt smámunasamur þegar kemur að svona atriðum en fyrir mér vakir alltaf að þegar snöggt er litið á síðu eigi öll atriði hennar að vera augljós strax og aðgreina sig vel og öll með sama hætti. Þetta finnst mér þessi hönnun gera, utan þessi tvö sem ég nefni. Bragi H (spjall) 25. október 2012 kl. 10:49 (UTC)
Ég byrjaði líka að prófa mig áfram á Notandi:Akigka/Atburðir. Gallinn við núverandi forsíðu finnst mér vera fyrst og fremst of mikill texti (texta"hlemmur") með alltof mörgum tenglum inni í textanum. Það mætti (með réttri hönnun) stækka myndirnar verulega á kostnað textans og bæta að auki týpógrafíska hönnun textans sjálfs, greina betur milli aðalatriða og aukaastriða, fækka atriðum o.s.frv. Hitt atriðið sem mér finnst að er skortur á flútti milli neðri hluta kassanna í 2x2 hlutanum (grein mánaðarins, atburðir dagsins, mynd dagsins og vissir þú). Tek fram að ég er enginn hönnuður sjálfur. --Akigka (spjall) 25. október 2012 kl. 11:18 (UTC)
Ég get tekið undir það að ég myndi vilja sjá 2x2 kassanna alla flúkta og með sama bili á milli þeirra (það sem ég var að minnast á). Mér finnst allt of lítið af myndum almennt í W og að þær séu hafðar of litlar, hef verið að reyna að bæta úr þessu eins mikið og ég hef getað. Mér finnst sjálfum að tenglar í texta á forsíðu séu æskilegir því þannig er wiki uppbyggingin og því finnst mér eðlilegt að það sé eins á forsíðu og inni í greinunum sjálfum. Þó finnst mér að alltaf megi gera undantekningar, tildæmis finnst mér útfærsla Akigka á Grein dagsins, með stærri mynd og engum tenglum nema í nafni og í lokin snyrtileg og finnst alveg að það mætti hafa þá grein án tengla. Sennilega yrði forsíðan „hreinni“ þannig, það er, minni órói fyrir augað að einn kassinn væri rórri en hinir sem eru upptalningar með mörgum tenglum og því mikið að ské í þeim.. Bragi H (spjall) 25. október 2012 kl. 11:56 (UTC)

Hérna eru nokkrir punktar. Fyrstu þrír eru svör við því sem þið eruð búin að skrifa og sá fjórði er um farsímaforsíðuna sem má ekki gleyma í þessari umræðu.

 • Bil á milli kassana - Yes check.svg Búið.
 • Hvítur bakrunnur bak við myndina í kassanum "Mynd dagsins" - Yes check.svg Búið
 • Flott að þú sért að prófa þig áfram Akigka. Því fleiri tillögur, því betra.
 • Þið eruð að gleyma farsímaforsíðunni á is.m.wikipedia.org. Hún notar kassa frá hefðbundnu forsíðunni (þeirri sem þið heimsækið oftast eða alltaf) og það þarf að hanna hana samhliða. Hvaða kassar frá hefðbundnu forsíðunni eiga að vera á farsímaforsíðunni og hvernig á hún að líta út?

--Snaevar (spjall) 26. október 2012 kl. 15:16 (UTC)

Á öðrum tungumálum[breyta frumkóða]

Kassinn neðst á forsíðunni - er honum ofaukið? Honum er ekki vel haldið við og það er líka spurning hverju hann bætir við tungumálatenglana vinstra megin? --Akigka (spjall) 28. maí 2014 kl. 14:18 (UTC)

Today's articles for improvement project[breyta frumkóða]

On the English Wikipedia, we started a project called TAFI. Each week we identify underdeveloped articles that require improvement. Our goal is to use widespread collaborative editing to improve articles to Good article, Featured article or Featured list quality over a short time frame.

This is all about improving important articles in a collaborative manner, and also inspiring readers of Wikipedia to also try editing. We think it is a very important and interesting idea that will make Wikipedia a better place to work. It has been very successful so far, and the concept has spread to the Hindi Wikipedia where it has been well received.

We wanted to know if your Wikipedia was interested in setting up its own version of TAFI. Please contact us on our talk page or here if you are interested.--Coin945 (talk) 17:48, 2 September 2014 (UTC)

Tillaga að breyttri hönnun á forsíðu[breyta frumkóða]

Ég vil losna við Gáttirnar þar sem þær eru óvirkar og sameina dálkana "Gæðagreinar Úrvalsgreinar Samvinna mánaðarins [og] Potturinn" og "Kynning fyrir byrjendur • Námskeið fyrir byrjendur • Wikipedia-hittingur • Handbók • Hjálpin • Samfélagsgátt", einfalda þá og færa þangað sem gáttirnar voru og til að einfalda framsetningu. --Jabbi (spjall) 29. nóvember 2014 kl. 00:06 (UTC)

Mér lýst mjög vel á breytinguna á forsíðunni. Aðeins eitt smá atriði. Þessir tveir dálkar efst hafa ekki sömu þyngd (það er á núverandi forsíðu, ekki myndinni hér að ofan). Það er að vinstri dálkurinn sem mér fyndist að ætti að vera aðal dálkurinn er allur í grönnu og minna letri á meðan sá hægri er bæði með stóru og þykku letri. Mig langar því að leggja til að letrið í vinstrahelmingnum, sem er allur fíngerðari, verði stækkað eitthvað og það sem er í hægridálkinum minnkað til samræmis svo það væri meira jafnvægi milli þeirra. Bragi H (spjall) 29. nóvember 2014 kl. 18:44 (UTC)
Mér finnst þetta ekki vera vandamál. Í vinstri dálkinum eru tilfallandi skilaboð og tölfræði. Í hægri dálkinum eru helstu tól og verkfæri. Hægri dálkurinn ætti IMO að hafa meira vægi en sá vinstri. --Jabbi (spjall) 30. nóvember 2014 kl. 02:29 (UTC)
Þér er auðvitað frjálst að prófa að breyta sniðinu :) --Jabbi (spjall) 30. nóvember 2014 kl. 11:41 (UTC)

Þessar breytingar eru virkilega til bóta, en úr einu í annað: mætti ekki taka út tungumálasniðið neðst á síðunni? Það er herfilega úrelt sýnist mér... --Akigka (spjall) 2. desember 2014 kl. 14:33 (UTC)

Mér að meinalausu. --Jabbi (spjall) 2. desember 2014 kl. 14:48 (UTC)

Varðandi kassann "Velkomin á Wikipedia" þá er taflan til hægri (Handbók, Gæða-, úrvalsgreinar...) eins og kassi innan í kassa, finnst neðri hlutinn á því "júniti" koma frekar illa út. Mætti ekki útfæra þetta þannig að þetta væri bara sitthvort dálkurinn; annars vegar "Velkomin á WP" og hitt (þannig að það sé bara ljósa lóðrétta línan sem skilur á milli þeirra)? — Jóna Þórunn 2. desember 2014 kl. 19:02 (UTC)

Jamm algerlega. Endilega að breyta þessu þannig að ekki sé box inní boxi. --Jabbi (spjall) 2. desember 2014 kl. 21:16 (UTC)
Þetta er flott breyting :) — Jóna Þórunn 4. desember 2014 kl. 17:47 (UTC)

Hvernig líst ykkur á Holland og Portúgal? [1] og [2]. --Akigka (spjall) 11. maí 2016 kl. 16:17 (UTC)

Sé ekki grein- og mynd mánaðarins, 05 (maí)[breyta frumkóða]

Það er eitthvað skrítið með grein og mynd mánaðarins. Fæ hvorugt inn og birtist bara bara rauðir tenglar eins og síðurnar hafi ekki verið stofnaðar. Kann ekki sjálfur að setja þetta inn ef það á eftir að gera það en ef einhver er inni núna sem það kann gæti sá hinn sami kíkt á þetta og séð hvað sé að, eða hvort þetta er bara svona hjá mér. Bragi H (spjall) 4. maí 2015 kl. 10:51 (UTC)

Síðurnar hafa ekki verið stofnaðar. Ég gerði það í nokkra mánuði, en það kom engin grein fyrir valinu í þetta sinn. Það er spurning um hvort einhver nenni að fylla þetta út fyrir næstu mánuðina, þetta er ekki svo mikil vinna um leið og búið er að velja hvaða greinar eru nógu góðar til að setja á forsíðuna. Það er bara spurning um að afrita fyrstu málsgrein hverrar greinar, setja inn mynd og uppfæra tenglana að eldri greinum. Það er hægt að skoða eldri tilnefningu til að sjá sniðið. Það væri gott ef einhverjir aðrir væru til í þetta! Maxí (spjall) 4. maí 2015 kl. 14:48 (UTC)
Mér fannst mjög pínlegt þegar ég rak augun í þetta í gærkvöldi og hélt að það væri bara eitthvert bögg í vafanum hjá mér en svo var þetta ennþá svona í morgun og í hádeginu setti einhver inn eitthvað bull. Ég hef aldrei gert þetta og þótt þú lýsir þessu sem ekki flóknu veigra ég mér við að fara að krukka í þessu. Gætir þú ekki reddað þessu þótt ekki væri nema til að þetta stæði ekki tómt svo má fara í að vinna þetta rétt og fram í tímann eftir það, bara svo forsíðan sé ekki svona tóm þangað til? Bragi H (spjall) 4. maí 2015 kl. 14:58 (UTC)
Já, ég get gert það, ekkert mál. Það er bara spurning um hvaða grein við eigum að hafa þar á. Maxí (spjall) 4. maí 2015 kl. 15:49 (UTC)
Sýnist að greinin um Hallgrím Pétursson sé samþykkt sem úrvalsgrein, bara formsatriði að merkja hana. Væri það ekki ágætt? Ég veit aftur á móti ekkert um myndadæmið, það hefur alltaf einhver sá sami séð um það (lélegur að muna nöf svo ég man ekki hver það er) en það ætti varla að vera erfitt að ná í mynd af commons ef maður veit sniðið fyrir myndina. Bragi H (spjall) 4. maí 2015 kl. 16:09 (UTC)
Æi, sé að hann var í janúar í fyrra, en það getur samt verið redding bara núna þangað til við fáum fleiri til að koma með tillögur og fara yfir þetta. Bragi H (spjall) 4. maí 2015 kl. 16:12 (UTC)
Af þeim úrvals- og gæðagreinum sem ég var að skoða sýnist mér að ein sú elsta, Malaví, hafi aldrei verið notuð sem grein mánaðarins. Annars er listin yfir greinar mánaðarinna ekki leitanlegur svo ég sjái svo þegar ég renndi yfir hann þá er möguleiki að hún hafi verið notuð, skoða það betur. Bragi H (spjall) 4. maí 2015 kl. 16:29 (UTC)

Mynd dagsins[breyta frumkóða]

Getum við ekki notað https://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Picture_of_the_day á nokkurn hátt svo að ekki þurfi ad breyta sniðinu á is.wikipediu í hvert skipti, heldur bara þýða textstubbann sem fylgir myndinni á Commons? Það er notað annars konar snið hjá Commons sem mér synist bara virka vel? Eins og sést hér var sniðið notað til 2010: https://commons.wikimedia.org/w/index.php?title=Category:Potd_templates_(is)&pagefrom=+2010-11-10%0APotd%2F2010-11-10+%28is%29#mw-pages Jóna Bók (spjall) 4. mars 2018 kl. 16:28 (UTC)

Þetta kerfi með mynd dagsins verður að breytast. Ómögulegt að þurfa að uppfæra "Snið:Mynd_dagsins" á hverjum degi ef samstundis væri hægt að þýða bara slatta af myndum dagsins á Commons og gott er. Eins og virðist hefur enginn uppfært textann á mynd dagsins í heilan febrúar. Hver getur breytt þessu kerfi á forsíðunni? Jóna Bók (spjall) 5. mars 2018 kl. 09:07 (UTC)

Ég veit að það er mjög pínlegt að bæta texta við mynd daglega.
Það að taka texta við myndir dagsins af commons á eftir að taka nokkrar vikur eða jafnvel mánuð, auk þess sem ég hef ekki úrslitavald í þeim efnum og get ekki lofað neinu. Í millitíðinni setti ég upp aðra lausn.
Setti upp lausn sem skiptir sjálfkrafa um myndatexta til loka mánaðarins. Hún virkar þannig að í hverri línu er pípumerki, tala og samasem merki. Talan táknar mánaðardag og texti myndarinnar er settur fyrir aftan samasem merkið. Til að gera þetta enn augljósara setti ég þá dagsetningu sem á við hvern dag fyrir sig í sömu línu. Þessar dagsetninga skýringar eru innan hornklofa (<!-- og -->) til að koma í veg fyrir að texti á borð við "1. mars" rati á forsíðuna.--Snaevar (spjall) 5. mars 2018 kl. 15:37 (UTC)
Góð skyndilausn! Takk! Jóna Bók (spjall) 6. mars 2018 kl. 10:06 (UTC)
Sýnist að við breytinguna á sniðinu hafi textinn flust frá því að vera miðjusettur undir myndinni í að vera hægramegin út frá miðri mynd. Sjá forsíðuna núna. Kann ekki sjálfur að breyta þessu. --Bragi H (spjall) 6. mars 2018 kl. 10:12 (UTC)

Smásmygli í Efnisyfirlit[breyta frumkóða]

Hvernig væri að hafa "Tækni og hagnýt vísindi" í stað "Tækni og hagnýtt vísindi", persónulega finnst mér þetta fyrra vera eðlilegra, enda eiginlega merkingarmunur þarna á. Og ég held að þetta fyrra sé oftar notað. --Sveinn í Felli (spjall) 15. maí 2018 kl. 13:45 (UTC)