Fara í innihald

Táris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af grísku nýlendunni Kersonesos á Krímskaga.

Táris (gríska: Ταυρίς, Ταυρίδα; latína: Taurica) var í fornöld heiti á Krímskaga. Nafnið kemur úr grísku og vísar til íbúa landsins sem Grikkir kölluðu Tára.

Í grískri goðafræði fer Artemis með Ífígeníu, dóttur Agamemnons, til Táris eftir að hafa bjargað henni frá því að vera fórnað af föður sínum. Í Táris varð hún prestur í Artemisarhofinu þar sem konungur Táris neyddi hana til að fórna öllum útlendingum sem komu til landsins. Frá þessu segir í harmleik Evripídesar, Ífígenía í Táris.

Á 6. öld f.Kr. var gríska nýlendan Kersonesos stofnuð á suðurhluta skagans.

Á 2. öld f.Kr. varð Táris hluti af helleníska konungsríkinu Bosporus.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.