Michel Barnier
Michel Barnier | |
---|---|
Forsætisráðherra Frakklands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 5. september 2024 | |
Forseti | Emmanuel Macron |
Forveri | Gabriel Attal |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 9. janúar 1951 La Tronche, Frakklandi |
Þjóðerni | Franskur |
Stjórnmálaflokkur | Les Républicains |
Maki | Isabelle Altmayer (g. 1982) |
Börn | 3 |
Háskóli | ESCP Business School |
Michel Jean Barnier (f. 9. janúar 1951) er franskur stjórnmálamaður og fyrrum embættismaður hjá Evrópusambandinu sem hefur verið forsætisráðherra Frakklands frá 5. september 2024.
Barnier var aðalsamningamaður Evrópusambandsins gagnvart Bretlandi í tengslum við útgöngu Bretlands úr sambandinu (Brexit). Barnier lýsti yfir áhuga á að bjóða sig fram gegn Emmanuel Macron í forsetakosningum Frakklands árið 2022 en hlaut ekki tilnefningu flokks síns.[1]
Macron forseti útnefndi Barnier forsætisráðherra Frakklands þann 5. september 2024. Þá hafði ríkt stjórnarkreppa í Frakklandi eftir þingkosningar í júlí þar sem enginn flokkur eða kosningabandalag vann hreinan meirihluta.[2] Barnier er elsti maður sem hefur tekið við embætti forsætisráðherra Frakklands.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Lovísa Arnardóttir (5. september 2024). „Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands“. Vísir. Sótt 5. september 2024.
- ↑ Björn Malmquist (5. september 2024). „Michel Barnier útnefndur sem forsætisráðherra Frakklands“. RÚV. Sótt 5. september 2024.
- ↑ „Verður elsti forsætisráðherra Frakka“. mbl.is. 5. september 2024. Sótt 5. september 2024.
Fyrirrennari: Gabriel Attal |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |